„Stjórnvöld þurfa að gera meira“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2022 15:30 Wilson segir að breiðari samstöðu og frekari stuðnings yfirvalda þurfi í baráttunni gegn kynþáttahatri. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Michail Antonio, framherji West Ham, og Callum Wilson, kollegi hans hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segjast styðja ákvörðun leikmanna í deildinni að draga úr því að krjúpa á hné á komandi leiktíð. Slíkar leiðir til mótmæla nái aðeins svo langt. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni höfðu kropið á hné til að sýna réttindabaráttu hörunddökkra og hreyfingunni Black Lives Matter stuðning fyrir hvern leik í um tvö ár, frá því að George Floyd var myrtur af hvítum lögreglumanni, Derek Chauvin, í Bandaríkjunum sumarið 2020. Á fundi fyrirliða í deildinni var sú ákvörðun tekin að draga úr tilfellum þar sem farið væri á hné þar sem áhrif látbragðsins hafi farið dvínandi. Það verður nú aðeins gert fyrir valda leiki. Leikmenn krupu fyrir leiki í fyrstu umferð deildarinnar og munu gera það á annan í jólum og í lokaumferðinni. „Að gera þetta í hverri viku, bara vegna þess að þetta er eitthvað sem okkur er sagt að gera, ég held að þetta hafi farið að renna út í sandinn og áhrifin horfin,“ sagði Wilson í hlaðvarpsþættinum Footballer's Football Podcast. „Það er klárlega gott að hætta þessu ekki alveg, en þetta mun hafa meiri áhrif í stórum leikjum,“ segir Antonio í sama þætti. Auk umferðanna sem voru nefndar að ofan hafa verið skipulagðar andrasisma vikur sem verða í október og mars, þar sem hreyfing ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþátta hatri - No Room for Racism - verður í forgrunni. Wilson segir hins vegar að hreyfingar sem þessar innan fótboltans geti aðeins haft svo mikil áhrif. „Ég held að þetta velti á því að stjórnvöld þurfi að gera meira,“ segir Wilson. Allir elska fótbolta og fótbolti leiðir fólk saman, en það geta ekki bara verið við að reyna að breyta hlutunum.“ Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni höfðu kropið á hné til að sýna réttindabaráttu hörunddökkra og hreyfingunni Black Lives Matter stuðning fyrir hvern leik í um tvö ár, frá því að George Floyd var myrtur af hvítum lögreglumanni, Derek Chauvin, í Bandaríkjunum sumarið 2020. Á fundi fyrirliða í deildinni var sú ákvörðun tekin að draga úr tilfellum þar sem farið væri á hné þar sem áhrif látbragðsins hafi farið dvínandi. Það verður nú aðeins gert fyrir valda leiki. Leikmenn krupu fyrir leiki í fyrstu umferð deildarinnar og munu gera það á annan í jólum og í lokaumferðinni. „Að gera þetta í hverri viku, bara vegna þess að þetta er eitthvað sem okkur er sagt að gera, ég held að þetta hafi farið að renna út í sandinn og áhrifin horfin,“ sagði Wilson í hlaðvarpsþættinum Footballer's Football Podcast. „Það er klárlega gott að hætta þessu ekki alveg, en þetta mun hafa meiri áhrif í stórum leikjum,“ segir Antonio í sama þætti. Auk umferðanna sem voru nefndar að ofan hafa verið skipulagðar andrasisma vikur sem verða í október og mars, þar sem hreyfing ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþátta hatri - No Room for Racism - verður í forgrunni. Wilson segir hins vegar að hreyfingar sem þessar innan fótboltans geti aðeins haft svo mikil áhrif. „Ég held að þetta velti á því að stjórnvöld þurfi að gera meira,“ segir Wilson. Allir elska fótbolta og fótbolti leiðir fólk saman, en það geta ekki bara verið við að reyna að breyta hlutunum.“
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira