Enski boltinn

Þrjú jafntefli í þremur leikjum í enska

Atli Arason skrifar
Rodrigo Moreno skoraði tvö mörk fyrir Leeds
Rodrigo Moreno skoraði tvö mörk fyrir Leeds Getty Images

Southampton og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan bæði Wolves og Fulham ásamt Brighton og Newcastle, gerðu markalaus jafntefli.

Rodrigo sá til þess að Leeds komst 0-2 yfir á útivelli gegn Southampton með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks. Southampton kom þó til baka með mörkum frá Joe Aribo á 72. mínútu og Kyle Walker-Peters á 81. mínútu og þar við sat, lokatölur 2-2.

Leeds er í fimmta sætinu með 4 stig en Southampton er í 15. sæti með 1 stig.

Mitrovic niðurlútur eftir að hafa klúðrað vítaspyrnunni.Getty Images

Í Wolverhampton tóku Wolves á móti Fulham þar sem hetja Fulham úr fyrstu umferð, Aleksandar Mitrovic, breyttist í skúrk. Mitrovic náði ekki að koma sér í almennileg marktækifæri í leiknum en fékk þó gullið tækifæri til að sækja stigin þrjú fyrir Fulham þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 81. mínútu.

Mitrovic fór á punktinn en Jose Sá í marki Wolves sá við honum og varði vítaspyrnu hans og lokaniðurstaða leiksins var 0-0 jafntefli.

Fulham er í 11. sæti eftir jafnteflið með 2 stig en Wolves er tveimur sætum neðar með 1 stig.

Það komst ekkert framhjá Nick Pope í dag.Getty Images

Í Brighton & Hove tóku heimamenn í Brighton á móti Newcastle þar sem Nick Pope, markvörður Newcastle, átti stórleik. Pope tókst að halda í burtu öllum þeim sjö tilraunum sem Brighton komu á markramma Newcastle að frátaldi einni, en þá kom Kieran Trippier gestunum til bjargar þegar hann hreinsaði boltann af marklínunni rétt fyrir hálfleik.

Hvoru liði tókst að skora og því lauk þessum leik einnig með 0-0 jafntefli.

Newcastle er í fjórða sæti með fjögur stig en Brighton er í sjötta sæti, einnig með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×