Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 14:57 Leikmenn Manchester United hafa byrjað leiktíðina afar illa. Getty/Ash Donelon Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. Þetta kemur fram í frétt hins virta Bloomberg í dag. Miðillinn segist hafa innanbúðarheimildir fyrir því að Glazer-fjölskyldan sé opin fyrir því að selja hlut í enska knattspyrnufélaginu en pressan eykst sífellt á eigendurna með versnandi árangri og stöðu þessa vinsæla félags. Bloomberg segir að viðræður séu í gangi en það þýði þó ekki endilega að Glazer-fjölskyldan muni á endanum selja nokkuð af sínum hlutum í Manchester United. Þá sé ljóst að fjölskyldan vilji ekki missa meirihluta. Fulltrúar hennar og United neituðu að tjá sig um málið. The Glazer family would consider selling a minority stake in Manchester United, sources reveal, after Elon Musk "joked" about buying the iconic clubhttps://t.co/YUPj0Uh6dm— Bloomberg UK (@BloombergUK) August 17, 2022 Gengi hlutabréfa í Manchester United hækkaði mest um 7,6% í fyrstu viðskiptum í New York í dag en félagið er metið á um 2,2 milljarða Bandaríkjadala. United hefur byrjað nýja leiktíð undir stjórn nýja stjórans Eriks ten Hag skelfilega. Ef fram heldur sem horfir verður því liðinn áratugur næsta vor frá síðasta Englandsmeistaratitli United. Þrátt fyrir það er félagið eitt það þekktasta og sigursælasta í sögu heimsfótboltans, með til að mynda 20 Englandsmeistaratitla og þrjá Evrópumeistaratitla. Stuðningsmenn Manchester United virðast flestir vilja losna við Glazer-fjölskylduna sem fyrst.Getty Bloomberg segir ljóst að margir stórir fjárfestar muni hugsa sér gott til glóðarinnar að fjárfesta í United, líkt og þegar Roman Abramovich seldi Chelsea fyrr á þessu ári. Elon Musk, eigandi Tesla, grínaðist með það að ætla að kaupa United en var fljótur að leiðrétta það. Glazer-fjölskyldan eignaðist United árið 2005 og skuldsetti félagið um leið verulega, við litla hrifningu stuðningsmanna þess. Óánægja stuðningsmanna hefur síðan aukist, ekki síst frá því að Sir Alex Ferguson steig frá borði árið 2013 eftir að hafa stýrt liðinu til síns tuttugasta Englandsmeistaratitils. Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt hins virta Bloomberg í dag. Miðillinn segist hafa innanbúðarheimildir fyrir því að Glazer-fjölskyldan sé opin fyrir því að selja hlut í enska knattspyrnufélaginu en pressan eykst sífellt á eigendurna með versnandi árangri og stöðu þessa vinsæla félags. Bloomberg segir að viðræður séu í gangi en það þýði þó ekki endilega að Glazer-fjölskyldan muni á endanum selja nokkuð af sínum hlutum í Manchester United. Þá sé ljóst að fjölskyldan vilji ekki missa meirihluta. Fulltrúar hennar og United neituðu að tjá sig um málið. The Glazer family would consider selling a minority stake in Manchester United, sources reveal, after Elon Musk "joked" about buying the iconic clubhttps://t.co/YUPj0Uh6dm— Bloomberg UK (@BloombergUK) August 17, 2022 Gengi hlutabréfa í Manchester United hækkaði mest um 7,6% í fyrstu viðskiptum í New York í dag en félagið er metið á um 2,2 milljarða Bandaríkjadala. United hefur byrjað nýja leiktíð undir stjórn nýja stjórans Eriks ten Hag skelfilega. Ef fram heldur sem horfir verður því liðinn áratugur næsta vor frá síðasta Englandsmeistaratitli United. Þrátt fyrir það er félagið eitt það þekktasta og sigursælasta í sögu heimsfótboltans, með til að mynda 20 Englandsmeistaratitla og þrjá Evrópumeistaratitla. Stuðningsmenn Manchester United virðast flestir vilja losna við Glazer-fjölskylduna sem fyrst.Getty Bloomberg segir ljóst að margir stórir fjárfestar muni hugsa sér gott til glóðarinnar að fjárfesta í United, líkt og þegar Roman Abramovich seldi Chelsea fyrr á þessu ári. Elon Musk, eigandi Tesla, grínaðist með það að ætla að kaupa United en var fljótur að leiðrétta það. Glazer-fjölskyldan eignaðist United árið 2005 og skuldsetti félagið um leið verulega, við litla hrifningu stuðningsmanna þess. Óánægja stuðningsmanna hefur síðan aukist, ekki síst frá því að Sir Alex Ferguson steig frá borði árið 2013 eftir að hafa stýrt liðinu til síns tuttugasta Englandsmeistaratitils.
Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira