Nýjar vélareglur í Formúlu 1 staðfestar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. ágúst 2022 07:01 Carlos Sainz og Max Verstappen á Silverstone. GETTY IMAGES FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur staðfest nýjar vélareglur fyrir Formúlu 1 sem munu taka gildi árið 2026. Staðfesting á reglunum ætti að gera bílaframleiðendunum Audi og Porsche kleift að staðfesta þátttöku sína í Formúlu 1. Vélarnar verða áfram 1,6 lítra V6 vélar sem munu eingöngu ganga fyrir vistvænu eldsneyti. FIA hefur staðfest að jarðefnaeldsneyti verði aldrei framar notað í Formúlu 1. Einhverjir aðdáendur voru eflaust búin að gera sér vonir um að V8, V10 eða jafnvel V12 mótorar væru að koma aftur með tilkomu vistvæns eldsneytis en sú er ekki raunin. V6 með forþjöppu var það heillin. „FIA heldur með þessu áfram að stuðla að nýsköpun og vistvænum lausnum, í öllum sínum akstursíþróttum. 2026 reglurnar fyrir vélar í Formúlu 1 eru þær sem fá mesta athygli og setja þar með góðan tón,“ sagði Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA. Today our World Motor Sport Council voted to approve the new @F1 Power Unit regulations for 2026. I'm very proud of the @FIA management and technical teams who've worked with all stakeholders to deliver this. 1/2 https://t.co/bHu0BgRWbm— Mohammed Ben Sulayem (@Ben_Sulayem) August 16, 2022 „Kynningin á þróun vélarinnar með vistvænu gervieldsneyti passar vel við markmið okkar um að skila ávinningi til notenda götubíla og einnig til að mæta markmiðum okkar um kolefnislausan kappakstur fyrir 2030. Formúla 1 er í miklum vaxtarfasa og við erum örugg í því að þessar reglur muni byggja undir enn frekari spennu ásamt þeim breytingum sem gerðar voru á hönnun bílanna fyrir yfirstandandi tímabil,“ bætti Sulayem við. Markmiðið samkvæmt yfirlýsingu FIA er fjórþætt, í fyrsta lagi að halda í það mikla sjónarspil sem Formúla 1 er. Í öðru lagi er að það umhverfisvernd sem er aðallega náð með vistvænum eldsneytum. Nýja vélin mun þó einnig njóta góðs af auknu rafafli frá tvinnkerfi bílanna. Aflið rafaflsrásinni verður um 45% af heildarafli bílsins og V6 vélin verður ábyrg fyrir restinni. Vélarnar verða áfram í kringum 1000 hestöfl til að byrja með. Núverandi rafaflráser að skila um 16% af afli bílsins eða 160 hestöflum. Í þriðja lagi er það fjárhagslegur stöðugleiki. Sérstakt þak mun vera sett á fjármagn sem fer í vélar. Það verður 95 milljónir dollara eða 13 milljarðar króna á ári frá 2022 til 2025 og svo 130 milljónir dollara eða 17,8 milljarðar króna frá og með 2026. Í fjórða lagi er svo að trekkja að og vekja áhuga nýrra vélaframleiðanda. Það verða væntanlega Audi og Porsche til að byrja með. Vistvænir bílar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent
Vélarnar verða áfram 1,6 lítra V6 vélar sem munu eingöngu ganga fyrir vistvænu eldsneyti. FIA hefur staðfest að jarðefnaeldsneyti verði aldrei framar notað í Formúlu 1. Einhverjir aðdáendur voru eflaust búin að gera sér vonir um að V8, V10 eða jafnvel V12 mótorar væru að koma aftur með tilkomu vistvæns eldsneytis en sú er ekki raunin. V6 með forþjöppu var það heillin. „FIA heldur með þessu áfram að stuðla að nýsköpun og vistvænum lausnum, í öllum sínum akstursíþróttum. 2026 reglurnar fyrir vélar í Formúlu 1 eru þær sem fá mesta athygli og setja þar með góðan tón,“ sagði Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA. Today our World Motor Sport Council voted to approve the new @F1 Power Unit regulations for 2026. I'm very proud of the @FIA management and technical teams who've worked with all stakeholders to deliver this. 1/2 https://t.co/bHu0BgRWbm— Mohammed Ben Sulayem (@Ben_Sulayem) August 16, 2022 „Kynningin á þróun vélarinnar með vistvænu gervieldsneyti passar vel við markmið okkar um að skila ávinningi til notenda götubíla og einnig til að mæta markmiðum okkar um kolefnislausan kappakstur fyrir 2030. Formúla 1 er í miklum vaxtarfasa og við erum örugg í því að þessar reglur muni byggja undir enn frekari spennu ásamt þeim breytingum sem gerðar voru á hönnun bílanna fyrir yfirstandandi tímabil,“ bætti Sulayem við. Markmiðið samkvæmt yfirlýsingu FIA er fjórþætt, í fyrsta lagi að halda í það mikla sjónarspil sem Formúla 1 er. Í öðru lagi er að það umhverfisvernd sem er aðallega náð með vistvænum eldsneytum. Nýja vélin mun þó einnig njóta góðs af auknu rafafli frá tvinnkerfi bílanna. Aflið rafaflsrásinni verður um 45% af heildarafli bílsins og V6 vélin verður ábyrg fyrir restinni. Vélarnar verða áfram í kringum 1000 hestöfl til að byrja með. Núverandi rafaflráser að skila um 16% af afli bílsins eða 160 hestöflum. Í þriðja lagi er það fjárhagslegur stöðugleiki. Sérstakt þak mun vera sett á fjármagn sem fer í vélar. Það verður 95 milljónir dollara eða 13 milljarðar króna á ári frá 2022 til 2025 og svo 130 milljónir dollara eða 17,8 milljarðar króna frá og með 2026. Í fjórða lagi er svo að trekkja að og vekja áhuga nýrra vélaframleiðanda. Það verða væntanlega Audi og Porsche til að byrja með.
Vistvænir bílar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent