Útskýrir áhuga landeiganda á Íslandi á því að eignast Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 09:31 Sir Jim Ratcliffe hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum laxveiðiám heldur er hann einnig mikill fótboltaáhugamaður. EPA-EFE/THIERRY CARPICO Manchester United þarf á nýjum eigendum að halda. Því eru flestir sammála um nema kannski núverandi bandarískir eigendur. Nýjustu fréttir af hugsanlegum kaupanda ættu að gleðja stuðningsmenn félagsins en einn af aðalfréttamönnum Sky Sports útskýrði áhuga ríkasta manns Bretlandseyja að félaginu. Flestir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá algjörlega nóg af Glazer fjölskyldunni sem á félagið en gerir meira í því að taka út pening en að hjálpa því að halda í við bestu liðin. Í þeirra eignatíð hefur Manchester United misst stöðu sína á toppi enska fótboltans og miklir fjármunir hafa runnið út úr félaginu. United hefur byrjað þetta tímabil á tapleikjum á móti Brighton og Brentford og það hefur aukið enn frekar pressuna á félaginu og skiptir þar engu hvort um er að ræða knattspyrnustjóra, leikmenn eða eigendur. Það ríkir í raun ófremdarástand á Old Trafford og síðustu daga hafa komið fram fréttir um áhuga vel stæðra manna á að kaupa félagið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Stærstu fréttirnar þar eru eflaust áhugi Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Íslandi, á því að eignast Manchester United. Ratcliffe er fótboltáhugamaður mikill, hann á íþróttafélög út um heim og reyndi að kaupa Chelsea síðasta vor án árangurs. Hann hefur hins vegar aldrei falið það að hann er stuðningsmaður Manchester United. Það hljómar örugglega mjög vel í eyrum stuðningsmanna United að heyra af áhuga manns sem er ekki bara mjög vel stæður og mikill fótboltáhugamaður heldur enn stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sport, útskýrði áhuga Sir Jim Ratcliffe og hvað standi í vegi fyrir því að hann eignist Manchester United. Það má finna útskýringu hans hér fyrir neðan. Ratcliffe á meðal annars fótboltafélag í Frakklandi og Sviss. Það er haft eftir honum að peningar skipti engu máli heldur, að sem stuðningsmaður United, telji hann að nú sé kominn tími á að endurræsa félagið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Flestir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá algjörlega nóg af Glazer fjölskyldunni sem á félagið en gerir meira í því að taka út pening en að hjálpa því að halda í við bestu liðin. Í þeirra eignatíð hefur Manchester United misst stöðu sína á toppi enska fótboltans og miklir fjármunir hafa runnið út úr félaginu. United hefur byrjað þetta tímabil á tapleikjum á móti Brighton og Brentford og það hefur aukið enn frekar pressuna á félaginu og skiptir þar engu hvort um er að ræða knattspyrnustjóra, leikmenn eða eigendur. Það ríkir í raun ófremdarástand á Old Trafford og síðustu daga hafa komið fram fréttir um áhuga vel stæðra manna á að kaupa félagið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Stærstu fréttirnar þar eru eflaust áhugi Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Íslandi, á því að eignast Manchester United. Ratcliffe er fótboltáhugamaður mikill, hann á íþróttafélög út um heim og reyndi að kaupa Chelsea síðasta vor án árangurs. Hann hefur hins vegar aldrei falið það að hann er stuðningsmaður Manchester United. Það hljómar örugglega mjög vel í eyrum stuðningsmanna United að heyra af áhuga manns sem er ekki bara mjög vel stæður og mikill fótboltáhugamaður heldur enn stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sport, útskýrði áhuga Sir Jim Ratcliffe og hvað standi í vegi fyrir því að hann eignist Manchester United. Það má finna útskýringu hans hér fyrir neðan. Ratcliffe á meðal annars fótboltafélag í Frakklandi og Sviss. Það er haft eftir honum að peningar skipti engu máli heldur, að sem stuðningsmaður United, telji hann að nú sé kominn tími á að endurræsa félagið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira