Englandsmeistararnir björguðu stigi gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 17:30 Englandsmeistarar Manchester City björguðu stigi gegn Newcastle í enska boltanum í dag. Clive Brunskill/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City sóttu hið nýríka félag Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3 í bráðfjörugum leik þar sem meistararnir lentu tveimur mörkum undir um miðjan síðari hálfleik. Það voru gestirnir í Manchester City sem voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og Ilkay Gundogan kom liðinu yfir strax á fimmtu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva. Heimamenn snéru þó taflinu við áður en hálfleikurinn var á enda, en Miguel Almiron og Callum Wilson sáu til þess að liðið fór með 2-1 forystu inn til búningsherbergja. Newcastle náði svo teggja marka forystu á 54. mínútu þegar bakvörðurinn Kieran Trippier skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og staðan orðin 3-1. Við þetta settu gestirnir í fluggírinn og sóttu stíft næstu mínútur. Það skilaði sér á 61. mínútu þegar norski framherjinn Erling Braut Haaland mokaði boltanum í netið eftir klafs í teignum og minnkaði muninn í 3-2. Þremur mínútum síðar jöfnuðu City menn svo metin þegar Bernardo Silva slapp einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Kevin de Bruyne og Portúgalinn kláraði færið vel. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan því 3-3 jafntefli. City situr nú í öðru sæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum meira en Newcastle sem situr í sjötta sæti. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City sóttu hið nýríka félag Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3 í bráðfjörugum leik þar sem meistararnir lentu tveimur mörkum undir um miðjan síðari hálfleik. Það voru gestirnir í Manchester City sem voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og Ilkay Gundogan kom liðinu yfir strax á fimmtu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva. Heimamenn snéru þó taflinu við áður en hálfleikurinn var á enda, en Miguel Almiron og Callum Wilson sáu til þess að liðið fór með 2-1 forystu inn til búningsherbergja. Newcastle náði svo teggja marka forystu á 54. mínútu þegar bakvörðurinn Kieran Trippier skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og staðan orðin 3-1. Við þetta settu gestirnir í fluggírinn og sóttu stíft næstu mínútur. Það skilaði sér á 61. mínútu þegar norski framherjinn Erling Braut Haaland mokaði boltanum í netið eftir klafs í teignum og minnkaði muninn í 3-2. Þremur mínútum síðar jöfnuðu City menn svo metin þegar Bernardo Silva slapp einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Kevin de Bruyne og Portúgalinn kláraði færið vel. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan því 3-3 jafntefli. City situr nú í öðru sæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum meira en Newcastle sem situr í sjötta sæti.