United og Real Madrid komast að samkomulagi um Casemiro Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 18:30 Casemiro verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Manchester United á næstu dögum. Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Manchester United hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Casemiro. United mun greiða rétt tæplega 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. Meðal þeirra sem greina frá þessu eru Sky Sports og félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano, en þessi þrítugi miðjumaður á þó eftir að semja við félagið um kaup og kjör áður en kaupin ganga í gegn. Samkvæmt heimildum Sky Sports styttist þó í það að samningar milli leikmannsins og félagsins séu í höfn. Búist er við því að Casemiro lendi á Bretlandseyjum einhverntíman á næstu tveimur sólarhringum til að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo í kjölfarið undir fjögurra ára samning við United, með möguleika á eins árs framlengingu. Casemiro to Man United, here we go! Real Madrid accepted all details of the bid, clubs preparing contracts right now. €60m fixed fee, €10m add-ons 🚨🔴🇧🇷 #MUFCCasemiro has full agreement on four year deal, option until 2027.Medical and then visa to be sorted during weekend. pic.twitter.com/tiuAdkCR81— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2022 Casemiro hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2013, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann var á láni hjá Porto. Hann hefur leikið 336 leiki fyrir félagið, skorað í þeim 31 mark og lagt upp önnur 29 fyrir liðsfélaga sína. Hjá Real Madrid hefur Casemiro unnið allt sem hægt er að vinna í félagsliðafótbolta, en hann á einnig að baki 65 leiki fyrir brasilíska landsliðið Uppfært: Bæði Real Madrid og Manchester United hafa birt færslur á heimasíðum sínum þar sem félögin staðfesta að samkomulag um félagsskiptin sé í höfn. We are delighted to have reached an agreement in principle for the transfer of @Casemiro 🇧🇷#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 19, 2022 Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Meðal þeirra sem greina frá þessu eru Sky Sports og félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano, en þessi þrítugi miðjumaður á þó eftir að semja við félagið um kaup og kjör áður en kaupin ganga í gegn. Samkvæmt heimildum Sky Sports styttist þó í það að samningar milli leikmannsins og félagsins séu í höfn. Búist er við því að Casemiro lendi á Bretlandseyjum einhverntíman á næstu tveimur sólarhringum til að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo í kjölfarið undir fjögurra ára samning við United, með möguleika á eins árs framlengingu. Casemiro to Man United, here we go! Real Madrid accepted all details of the bid, clubs preparing contracts right now. €60m fixed fee, €10m add-ons 🚨🔴🇧🇷 #MUFCCasemiro has full agreement on four year deal, option until 2027.Medical and then visa to be sorted during weekend. pic.twitter.com/tiuAdkCR81— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2022 Casemiro hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2013, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann var á láni hjá Porto. Hann hefur leikið 336 leiki fyrir félagið, skorað í þeim 31 mark og lagt upp önnur 29 fyrir liðsfélaga sína. Hjá Real Madrid hefur Casemiro unnið allt sem hægt er að vinna í félagsliðafótbolta, en hann á einnig að baki 65 leiki fyrir brasilíska landsliðið Uppfært: Bæði Real Madrid og Manchester United hafa birt færslur á heimasíðum sínum þar sem félögin staðfesta að samkomulag um félagsskiptin sé í höfn. We are delighted to have reached an agreement in principle for the transfer of @Casemiro 🇧🇷#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 19, 2022
Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira