Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:31 Thomas Tuchel og Antonio Conte létu skapið hlaupa með sig í gönur. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið. Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur. Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25
Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36
Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01