Rooney myndi ekki láta Ronaldo byrja í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:30 Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United fyrir rúmri viku þegar liðið fékk slæma útreið gegn Brentford. Getty/Sebastian Frej Wayne Rooney telur að sinn gamli liðsfélagi Cristiano Ronaldo eigi best heima á varamannabekknum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz. Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz.
Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti