Enski boltinn

Manchester United aflýsir liðsfundi vegna mótmæla

Atli Arason skrifar
Erik ten Hag með smá liðsfund með leikmönnum í leik gegn gegn Rayo Vallecano á undirbúningstímabilinu. Ten Hag fær ekki tækifæri til að halda liðsfund með liðinu á Lowry hótelinu í dag.
Erik ten Hag með smá liðsfund með leikmönnum í leik gegn gegn Rayo Vallecano á undirbúningstímabilinu. Ten Hag fær ekki tækifæri til að halda liðsfund með liðinu á Lowry hótelinu í dag. Getty Images

Manchester United hefur aflýst fyrirhuguðum liðsfundi fyrir leik liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld vegna mótmælanna stuðningsmanna United.

Leikmenn United áttu að hittast á Lowry hótelinu í Salford í Manchester í dag og vera þar með liðsfundi fram að leiknum í kvöld sem hefst klukkan 19.00.

Samkvæmt Manchester Evening News voru nú þegar einhverjir stuðningsmenn United byrjaðir að safnast saman fyrir utan hótelið klukkan 13 í dag og því var ákveðið í flýti að aflýsa liðsfundinum á hótelinu af öryggisástæðum. Er hópamyndunin talin tengjast fyrirhuguðum mótmælum stuðningsmannanna fyrir utan leikvang liðsins í kvöld.

Mögulegt er að liðsfundurinn fari þess í stað fram á Old Trafford, líkt og gert var fyrir síðasta heimaleik liðsins en það hefur ekki fengist staðfest. Leikmenn United hafa í áraraðir dvalið saman á Lowry hótelinu í aðdraganda heimaleikja liðsins.

Stuðningsmenn United ætla að mótmæla eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar með því að mæta ekki á Old Trafford í kvöld heldur halda sér fyrir utan leikvöllinn á meðan leiknum stendur en ekki stóð til samkvæmt upprunalegu plani að stuðningsmennirnir myndu trufla liðsfund United líka.


Tengdar fréttir

Klopp segir að Liverpool eigi að fá stigin verði stórleiknum frestað

Stuðningsmenn Manchester United hafa boðað til mótmæla fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir stórleik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið ætti að fá þrjú stig ef fresta þarf leiknum vegna mótmælanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×