Enski boltinn

Milner hraunaði yfir Van Dijk

Sindri Sverrisson skrifar
James Milner var í byrjunarliði Liverpool í gær. Hann var afar ósáttur við frammistöðu Virgils van Dijk.
James Milner var í byrjunarliði Liverpool í gær. Hann var afar ósáttur við frammistöðu Virgils van Dijk. Getty/Michael Regan

James Milner var hundóánægður með varnarleik félaga síns, Virgils van Dijk, þegar Manchester United skoraði fyrra mark sitt í 2-1 sigrinum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Jadon Sancho kom United í 1-0 á 16. mínútu eftir að hafa fengið afar mikinn tíma til að athafna sig í miðjum vítateig Liverpool.

Milner reyndi að kasta sér fyrir skot Sancho en lét leika á sig og Sancho skoraði svo auðveldlega í vinstra hornið. Á meðan á þessu stóð þá stóð Van Dijk því sem næst kyrr, á milli Sancho og marksins, í stað þess að fara nær honum og reyna að verjast, við litla kátínu Milners.

Þegar boltinn lá í netinu fór Milner upp að Van Dijk og lét hann heyra það. Daily Mail segir að Milner hafi sagt: „Þú fokking ferð út í hann.“

Þegar boltinn lá í netinu fór Milner upp að Van Dijk og lét hann heyra það. Daily Mail segir að Milner hafi sagt: „Þú fokking ferð út í hann.“

Jadon Sancho búinn að leika á James Milner og Alisson en Virgil van Dijk bíður átekta.Getty/Michael Regan

Í seinni hálfleiknum sagði svo Jamie Carragher, í lýsingu á Sky Sports, að það væri greinilega einhver pirringur á milli Milners og Van Dijk: „Þeir eru búnir að argast í hvor öðrum í 10-15 sekúndur núna, öskrandi hvor á annan. Það er greinilega mikill pirringur þarna úti á vellinum, og það réttilega. Milner lét hann heyra það eftir fyrsta markið og þeir eru enn að rífast.“

Roy Keane gagnrýndi varnarleik Van Dijk í hálfleik, í útsendingu Sky Sports.

„Ef maður skoðar Van Dijk þarna... hann er búinn að vera slappur á þessari leiktíð. Hann verður að stíga út þarna! Hann verður að hreyfa fæturna. Sjáið hann bara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×