Keane og Neville ósammála um Casemiro: „Svona á ekki að sjást“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 14:02 Keane er spenntur fyrir Casemiro. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Skiptar skoðanir eru um kaup Manchester United á brasilíska miðjumanninum Casemiro frá Real Madrid. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum kaupanna en sá brasilíski sá United vinna Liverpool 2-1 á Old Trafford í gærkvöld. Fyrrum United-mennirnir Roy Keane og Gary Neville eru ósammála um kaupin. United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville. Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville.
Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira