Keane og Neville ósammála um Casemiro: „Svona á ekki að sjást“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 14:02 Keane er spenntur fyrir Casemiro. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Skiptar skoðanir eru um kaup Manchester United á brasilíska miðjumanninum Casemiro frá Real Madrid. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum kaupanna en sá brasilíski sá United vinna Liverpool 2-1 á Old Trafford í gærkvöld. Fyrrum United-mennirnir Roy Keane og Gary Neville eru ósammála um kaupin. United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville. Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville.
Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira