Aflétti bölvuninni á Anfield með því að pissa á stangirnar Atli Arason skrifar 24. ágúst 2022 23:31 Bruce Grobbelaar vann þrettán titla sem markvörður Liverpool þar af enska meistaratitilinn sex sinnum. Hér fagnar hann Englandsmeistaratitlinum 1990 með mexíkanskan hatt á höfðinu. Vísir/Getty Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool, segir að Liverpool hafi unnið ensku úrvalsdeildina árið 2020 af því að hann aflétti bölvun liðsins með því að míga á markstangirnar á heimavelli Liverpool. Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun. Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun.
Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira