Enski boltinn

Chelsea nær samkomulagi við Leicester um kaupin á Fofana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wesley Fofana er við það að ganga í raðir Chelsea.
Wesley Fofana er við það að ganga í raðir Chelsea. Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur náð samkomulagi við Leicester um kaupverðið á franska miðverðinum Wesley Fofana.

Það er Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem er meðal þeirra sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni, en samkvæmt hans heimildum mun Chelsea greiða 75 milljónir punda fyrir þjónustu leikmannsins. Það samsvarar tæpum tólf og hálfum milljarði íslenskra króna, en inni í því verði eru árangurstengdar nónusgreiðslur.

Fofana mun skrifa undir sex ára samning við Lundúnaliðið til ársins 2028, en hann hefur leikið með Leicester undanfarin tvö ár. Þar áður lék Fofana með Saint-Etienne í heimalandinu þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn.

Fofana er enn aðeins 21 árs gamall og á að baki fimm leiki fyrir U21 árs landslið Frakklands.

Hann verður sjötti leikmaðurinn sem Chelsea fær í sínar raðir í sumar, en áður hafði liðið fengið þá Raheem Sterling, Kalibou Koulibaly, Gabriel Slonina, Marc Cucurella og Cesare Casadei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×