Enski boltinn

„Þurfum að halda áfram að fórna okkur út tímabilið“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bruno Fernandes gerði gæfumuninn fyrir Manchester United í dag.
Bruno Fernandes gerði gæfumuninn fyrir Manchester United í dag. Manchester United/Manchester United via Getty Images

Manchester United vann sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er liðið hafði betur gegn Southampton, 0-1. Markaskorarinn Bruno Fernandes var eðlilega kátur í leikslok.

„Við vissum að það yrði ekki auðvelt að spila á móti Southampton. Við höfum áður komist að því,“ sagði Portúgalinn eftir leikinn.

„Stundum þarf maður að þjást. Hver einasti leikur er erfiður og við gerðum vel í dag. Þetta eru risastór þrjú stig fyrir okkur og nú þurfum við að halda áfram.“

„Þetta er mikilvægt af því að einn eða tveir sigrar ákvarða ekki deildina. Við þurfum að halda áfram að fórna okkur út tímabilið. Það er það sem þessi klúbbur ætlast til af okkur. Eftir leikinn gegn Liverpool þá fundum við allir fyrir því. Við höfum sett markið svo hátt þannig við verðum að halda áfram og við getum þá setjum við það enn hærra.“

Eins og áður segir skoraði Bruno markið sem skildi liðin að í dag. Markið var virkilega fallegt þar sem leikmaðurinn stýrði fyrirgjöf Diogo Dalot af mikill snilld í neðra nærhornið.

„Þetta var frábær sending og uppspilið allt hafði verið virkilega gott. Það var allt fullkomið. Einhver tekur hlaupið og einhver fær pláss fyrir aftan vörnina. Við gerðum vel þannig það má hrósa öllum, ekki bara mér,“ sagði Porúgalinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×