Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 20:20 Sá norski skoraði þrennu annan leikinn í röð. EPA-EFE/ANDREW YATES Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. Fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútna leik þegar Phil Foden gaf inn á teig og Norðmaðurinn skilaði knettinum snyrtilega í netið. Skömmu síðar var staðan orðin 2-0 þegar Håland skoraði af stuttu færi eftir að Man City vann boltann ofarlega á vellinum þökk sé ömurlegri sendingu Dean Henderson, markvarðar Forest. John Stones hélt svo að hann hefði skorað þriðja mark City eftir aukaspyrn en hann var rangstæður þar sem Håland flikkaði boltanum áfram. Það kom ekki að sök því Stones skallaði boltann svo fyrir markið á 37. mínútu og hver annar en Håland var þar til að þess að stýra boltanum yfir línuna og fullkomna þrennu sína. Var þetta annar leikurinn í röð sem Norðmaðurinn skorar þrennu. BACK-TO-BACK HAT TRICKS FOR ERLING HAALAND pic.twitter.com/qR9Ft0zpw9— B/R Football (@brfootball) August 31, 2022 Ef gestirnir ætluðu að þétta raðirnar í síðari hálfleik þá gekk það einkar illa en João Cancelo kom heimamönnum í 4-0 eftir sendingu landa síns Bernardo Silva þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Tíu mínútum síðar komst Julián Álvarez – hinn framherjinn sem Man City keypti i sumar – á blað. Hann sýndi þá mikla yfirvegun er hann slúttaði vel eftir sendingu Riyad Mahrez. Staðan orðin 5-0 og þá leyfði Pep Guardiola sér að taka Håland af velli, í hans stað kom Kevin De Bruyne inn af bekknum. Álvarez bætti við öðru marki sínu áður en leiktíminn rann út og lokatölur 6-0 Manchester City í vil. Man City er sem stendur í 2. sæti með 13 stig að loknum fimm leikjum á meðan Forest er með fjögur stig í 15. sæti. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. Fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútna leik þegar Phil Foden gaf inn á teig og Norðmaðurinn skilaði knettinum snyrtilega í netið. Skömmu síðar var staðan orðin 2-0 þegar Håland skoraði af stuttu færi eftir að Man City vann boltann ofarlega á vellinum þökk sé ömurlegri sendingu Dean Henderson, markvarðar Forest. John Stones hélt svo að hann hefði skorað þriðja mark City eftir aukaspyrn en hann var rangstæður þar sem Håland flikkaði boltanum áfram. Það kom ekki að sök því Stones skallaði boltann svo fyrir markið á 37. mínútu og hver annar en Håland var þar til að þess að stýra boltanum yfir línuna og fullkomna þrennu sína. Var þetta annar leikurinn í röð sem Norðmaðurinn skorar þrennu. BACK-TO-BACK HAT TRICKS FOR ERLING HAALAND pic.twitter.com/qR9Ft0zpw9— B/R Football (@brfootball) August 31, 2022 Ef gestirnir ætluðu að þétta raðirnar í síðari hálfleik þá gekk það einkar illa en João Cancelo kom heimamönnum í 4-0 eftir sendingu landa síns Bernardo Silva þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Tíu mínútum síðar komst Julián Álvarez – hinn framherjinn sem Man City keypti i sumar – á blað. Hann sýndi þá mikla yfirvegun er hann slúttaði vel eftir sendingu Riyad Mahrez. Staðan orðin 5-0 og þá leyfði Pep Guardiola sér að taka Håland af velli, í hans stað kom Kevin De Bruyne inn af bekknum. Álvarez bætti við öðru marki sínu áður en leiktíminn rann út og lokatölur 6-0 Manchester City í vil. Man City er sem stendur í 2. sæti með 13 stig að loknum fimm leikjum á meðan Forest er með fjögur stig í 15. sæti.