„Ég veit ekki hvenær þessi regla dó“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 08:31 Jürgen Klopp kallar eftir því að reglum leiksins sé framfylgt svo að áhorfandinn þurfi ekki að horfa á boltann svo mikið úr leik. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með dramatískan 2-1 sigur liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann setur hins vegar spurningarmerki við það hvernig reglum leiksins er framfylgt. „Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan. Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira