Enski boltinn

Arthur sagði strax já við Liverpool

Sindri Sverrisson skrifar
Arthur er lagður af stað á Anfield til að klára að ganga frá félagaskiptum sínum til Liverpool.
Arthur er lagður af stað á Anfield til að klára að ganga frá félagaskiptum sínum til Liverpool. Getty

Brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er á leið til Liverpool í dag á lokadegi félagaskiptagluggans í evrópskum fótbolta.

Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano er á meðal þeirra sem greint hafa frá því að Arthur sé á leið til Liverpool, að láni frá Juventus.

Romano segir að Arthur hafi strax sagt já við því að fara til Liverpool. Hins vegar er aðeins um lánssamning að ræða og er engin klásúla um kaup að leiktíðinni lokinni.

Arthur hefur spilað með Juventus síðustu tvær leiktíðir en var áður hjá Barcelona í tvö ár, eftir að hafa komið til Spánar frá Gremio í Brasilíu. Hann er fjölhæfur miðjumaður sem á að baki á þriðja tug landsleikja fyrir Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×