Tíunda mark Haaland dugði skammt gegn Aston Villa Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. september 2022 18:30 Skorar alltaf. vísir/Getty Óvænt úrslit litu dagsins ljós í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar Man City heimsótti Aston Villa. Englandsmeistarar Man City hafa litið afar vel út í upphafi tímabils á meðan lærisveinar Steven Gerrard hjá Aston Villa hafa verið í verulegum vandræðum. Norski markahrókurinn Erling Haaland hefur leitt sóknarlínu Man City með miklum myndarbrag og hann hélt uppteknum hætti í dag því hann kom City í forystu í upphafi síðari hálfleiks eftir markalausan fyrri hálfleik. Tíunda mark kappans í deildinni sem er rétt nýhafin. Þrátt fyrir að lenda undir gáfust lærisveinar Gerrard ekki upp því Jamaíkumaðurinn Leon Bailey náði að jafna metin með laglegu marki á 74.mínútu. Ekki urðu mörkin fleiri og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Enski boltinn
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar Man City heimsótti Aston Villa. Englandsmeistarar Man City hafa litið afar vel út í upphafi tímabils á meðan lærisveinar Steven Gerrard hjá Aston Villa hafa verið í verulegum vandræðum. Norski markahrókurinn Erling Haaland hefur leitt sóknarlínu Man City með miklum myndarbrag og hann hélt uppteknum hætti í dag því hann kom City í forystu í upphafi síðari hálfleiks eftir markalausan fyrri hálfleik. Tíunda mark kappans í deildinni sem er rétt nýhafin. Þrátt fyrir að lenda undir gáfust lærisveinar Gerrard ekki upp því Jamaíkumaðurinn Leon Bailey náði að jafna metin með laglegu marki á 74.mínútu. Ekki urðu mörkin fleiri og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.