Enski boltinn

Jóhann Berg kom inn af bekknum er Burnley kastaði frá sér sigrinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þurftu að sætta sig við jafntefli í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þurftu að sætta sig við jafntefli í kvöld. Mike Egerton/PA Images via Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið heimsótti West Bromwich Albion í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jóhann Berg byrjaði leikinn á varamannabekk Burnley, en var skipt inn á á 65. mínútu leiksins og lék því seinsutu 25 mínúturnar.

Jay Rodriguez kom Burnley yfir með marki af vítapunktinum eftir um hálftíma leik og staðan því 0-1 í hálfleik.

Það leit allt út fyrir að þetta mark myndi tryggja Burnley sigurinn, en Thomas-Asante Brandon jafnaði metin fyrir heimamenn með seinustu spyrnu leiksins á áttundu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Burnley situr nú í öðru sæti deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki, einu stigi á eftir toppliði Sheffield United sem trónir á toppnum og á leik til góða. West Brom situr hins vegar í 13. sæti með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×