Enski boltinn

Fyrstu systkinin til að spila fyrir enska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lauren og Reece James með Meistaradeildarbikarinn eftir úrslitaleik Chelsea og Manchester City í Portúgal í fyrra.
Lauren og Reece James með Meistaradeildarbikarinn eftir úrslitaleik Chelsea og Manchester City í Portúgal í fyrra. getty/Nick Potts

Systkinin Lauren og Reece James komust í sögubækurnar í gær þegar hún lék sinn fyrsta leik fyrir enska A-landsliðið í fótbolta. Þau eru fyrstu systkinin sem spila A-landsleik fyrir England.

Lauren kom inn á sem varamaður á 79. mínútu þegar Evrópumeistarar Englands unnu Austurríki, 0-2, í undankeppni HM í gær.

Þetta var fyrsti landsleikur hinnar tvítugu Lauren. Hún fetaði þar með í fótspor eldri bróður síns, Reece, sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Reece er tveimur árum eldri en Lauren.

James-systkinin leika bæði með Chelsea. Lauren er uppalin hjá félaginu og sneri aftur til þess í fyrra eftir dvöl hjá Arsenal og Manchester United. Hún kom þó lítið við sögu hjá Chelsea á síðasta tímabili.

Reece átti einnig góða helgi því Chelsea vann West Ham United, 2-1, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Reece lék allan leikinn fyrir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×