Ronaldo var upphafið af deilum Tuchel og Boehly Atli Arason skrifar 8. september 2022 07:01 Thomas Tuchel, Cristiano Ronaldo og Todd Boehly. Getty Images / Samsett Thomas Tuchel var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea í gær. Samband Tuchel við Todd Boehly, eiganda Chelsea, hafði verið slæmt í allt sumar en upphaf þess má rekja til hugsanlegra félagaskipta Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Chelsea. Boehly vildi ólmur fá Cristiano Ronaldo til Chelsea þegar Portúgalinn vildi yfirgefa Manchester United fyrr í sumar. Tuchel vildi þó ekki sjá Ronaldo í sínu liði en hann taldi að framherjinn myndi valda óstöðugleika í búningsherbergi Chelsea. TRUE✅ the fact that Thomas Tuchel resisted buying @Cristiano Ronaldo was one reason for the bad relationship with Todd Boehly. Boehly wanted Ronaldo. Tuchel said: „He will distroy the Spirit in my dressing room“ @BILD_Sport— Christian Falk (@cfbayern) September 7, 2022 Tuchel vildi frekar fá Pierre-Emerick Aubameyang til félagsins frá Barcelona. Tuchel fékk að endingu ráða en Aubameyang kom til Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Aubameyang spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á þriðjudaginn í 1-0 tapinu gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni, sem varð einnig síðasti leikur Tuchel hjá Chelsea. Breska blaðið Telegraph greinir frá því að Tuchel var orðinn verulega þreyttur á því að þurfa að rökstyðja fyrir Boehly hvers vegna hann vildi alls ekki fá Ronaldo til liðsins. Á sama tíma var Boehly að funda með umboðsmanni Ronaldo, Jorge Mendes, með hugsanleg félagaskipti í huga. Ekki hjálpaði það til að Tuchel vildi losna við Armando Broja. Tuchel taldi leikmanninn ekki vera tilbúinn að spila fyrir Chelsea. West Ham gerði tilboð í Broja upp á 30 milljónir punda en Chelsea hafnaði því og gaf Broja þess í stað nýjan sex ára samning. Um leið myndaðist pressa á Tuchel að nota Broja í leikmannahópnum. Eru þessar deilur um Ronaldo þó upphafið af ósætti á milli Tuchel og Boehly en sá síðarnefndi var sagður vera búinn að gera upp hug sinn um að reka Tuchel, fyrir tapið gegn Zagreb á þriðjudag. Tuchel hafði að undanförnu verið duglegur að gagnrýna leikmenn Chelsea og félagaskipti liðsins. Næsti leikur Chelsea er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni næsta laugardag en Chelsea vonast til þess að vera búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra fyrir þann leik. Thomas Tuchel's refusal to buy Cristiano Ronaldo is one of the reasons his relationship with Todd Boehly deteriorated, per @cfbayern pic.twitter.com/KTauuoNzlP— B/R Football (@brfootball) September 7, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. 1. september 2022 17:31 Tuchel vill fleiri leikmenn Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ánægður að hefja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Hann segist þó vilja bæta við hóp sinn. 6. ágúst 2022 22:00 „Okkur skorti hungur og ákafa“ Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0. 7. september 2022 07:31 Gagnrýnir hugarfarið: Leikmenn sem huga að brottför Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, gagnrýndi leikmenn liðsins eftir 4-0 tap fyrir Arsenal í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann segir menn ekki vera með hugann við verkefnið. 24. júlí 2022 16:46 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Boehly vildi ólmur fá Cristiano Ronaldo til Chelsea þegar Portúgalinn vildi yfirgefa Manchester United fyrr í sumar. Tuchel vildi þó ekki sjá Ronaldo í sínu liði en hann taldi að framherjinn myndi valda óstöðugleika í búningsherbergi Chelsea. TRUE✅ the fact that Thomas Tuchel resisted buying @Cristiano Ronaldo was one reason for the bad relationship with Todd Boehly. Boehly wanted Ronaldo. Tuchel said: „He will distroy the Spirit in my dressing room“ @BILD_Sport— Christian Falk (@cfbayern) September 7, 2022 Tuchel vildi frekar fá Pierre-Emerick Aubameyang til félagsins frá Barcelona. Tuchel fékk að endingu ráða en Aubameyang kom til Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Aubameyang spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á þriðjudaginn í 1-0 tapinu gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni, sem varð einnig síðasti leikur Tuchel hjá Chelsea. Breska blaðið Telegraph greinir frá því að Tuchel var orðinn verulega þreyttur á því að þurfa að rökstyðja fyrir Boehly hvers vegna hann vildi alls ekki fá Ronaldo til liðsins. Á sama tíma var Boehly að funda með umboðsmanni Ronaldo, Jorge Mendes, með hugsanleg félagaskipti í huga. Ekki hjálpaði það til að Tuchel vildi losna við Armando Broja. Tuchel taldi leikmanninn ekki vera tilbúinn að spila fyrir Chelsea. West Ham gerði tilboð í Broja upp á 30 milljónir punda en Chelsea hafnaði því og gaf Broja þess í stað nýjan sex ára samning. Um leið myndaðist pressa á Tuchel að nota Broja í leikmannahópnum. Eru þessar deilur um Ronaldo þó upphafið af ósætti á milli Tuchel og Boehly en sá síðarnefndi var sagður vera búinn að gera upp hug sinn um að reka Tuchel, fyrir tapið gegn Zagreb á þriðjudag. Tuchel hafði að undanförnu verið duglegur að gagnrýna leikmenn Chelsea og félagaskipti liðsins. Næsti leikur Chelsea er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni næsta laugardag en Chelsea vonast til þess að vera búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra fyrir þann leik. Thomas Tuchel's refusal to buy Cristiano Ronaldo is one of the reasons his relationship with Todd Boehly deteriorated, per @cfbayern pic.twitter.com/KTauuoNzlP— B/R Football (@brfootball) September 7, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. 1. september 2022 17:31 Tuchel vill fleiri leikmenn Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ánægður að hefja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Hann segist þó vilja bæta við hóp sinn. 6. ágúst 2022 22:00 „Okkur skorti hungur og ákafa“ Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0. 7. september 2022 07:31 Gagnrýnir hugarfarið: Leikmenn sem huga að brottför Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, gagnrýndi leikmenn liðsins eftir 4-0 tap fyrir Arsenal í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann segir menn ekki vera með hugann við verkefnið. 24. júlí 2022 16:46 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11
Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. 1. september 2022 17:31
Tuchel vill fleiri leikmenn Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ánægður að hefja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Hann segist þó vilja bæta við hóp sinn. 6. ágúst 2022 22:00
„Okkur skorti hungur og ákafa“ Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0. 7. september 2022 07:31
Gagnrýnir hugarfarið: Leikmenn sem huga að brottför Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, gagnrýndi leikmenn liðsins eftir 4-0 tap fyrir Arsenal í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann segir menn ekki vera með hugann við verkefnið. 24. júlí 2022 16:46
Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37