Alix Perez á Íslandi í fyrsta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2022 13:46 Alix Perez á að baki farsælan feril. Aðsent Tónlistarmaðurinn Alix Perez kemur fram á Húrra föstudaginn 9. september og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985) Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985)
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira