Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. september 2022 07:00 Umboðsmaður Antony Santos fékk líklega væna summu þegar leikmaðurinn var keyptur til Manchester United á rúmlega 80 milljónir punda. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku. Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins. Enski boltinn FIFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins.
Enski boltinn FIFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira