Camilla segir þau bæði ætli að halda sig í Reykjanesbæ til að byrja með meðan þau fóti sig í nýjum og breyttum aðstæðum.
„Ég er sjálf með augastað á íbúð í innri Njarðvík sem ég er að gæla við, en við sjáum hvað rætist úr því.“
Camilla segist líta björtum augum á framtíðina enda í nægu að snúast með fatamerkið hennar Camy Collections sem hefur notið mikillar velgengni. Hún segist jafnframt bera sterkar tilfinningar til hússins.
Þetta eru mjög fallegar tilfinningar sem ég ber til þessa hússs og er þakklát fyrir tímann, en nú er bara komið að næsta!
Húsið er 155 fm glæsilegt, fjögurra herbergja einbýli sem byggt var árið 2018. Aukin lofthæð er í öllu húsinu og 120 fm timburverönd með heitum potti.
Ásett verð er 84.9 miljónir en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis.





