Fimm fangelsaðir fyrir barnabækur með uppreisnaráróðri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 15:57 Bókin er sögð fjalla um Hong Kong og kínversk stjórnvöld. Getty/Anthony Kwan Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir í nítján mánaða fangelsi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að hafa gefið út barnabækur sem innihalda „uppreisnaráróður.“ Bókin fjallar um kindahjörð sem gerir allt í sínu valdi til að halda úlfi frá þorpinu sínu. Yfirvöld í Hong Kong litu svo á að þarna væri verið að vísa til Hong Kong og stjórnvalda í Peking. Höfundarnir neituðu því alfarið en dómari mat það svo að bókin væri tilraun til heilaþvottar. Dómurinn bætist við fjölda annarra svipaðra dóma þar sem stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarin tvö ár sótt hart að mögulegum stjórnarandstæðingum. Sú aðför er byggð á öryggislögum sem stjórnvöld í Kína kynntu fyrir Hong Kong og takmarka verulega málfrelsi íbúa í héraðinu. Tvær barnabókanna sem fimmmenningarnir hafa gefið út.getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Peking halda því fram að lögin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðugleika í héraðinu en gagnrýnendur segja þau til þess gerð að halda aftur af stjórnarandstæðingum og skerða sjálfstæði Hong Kong. Héraðið er eins og vel er þekkt að nafninu til sjálfstætt frá Kína, samkvæmt hinni svokölluðu „eitt land, tvö kerfi“ reglu. Sú regla hefur þó ekki verið höfð í hávegum undanfarin tvö ár. Talmeinafræðingarnir fimm, Lai Man-ling, Melody Yeung, Sidney Ng, Samuel Chan og Fong Tsz-ho, hafa þegar varið heilu ári í gæsluvarðhaldi. Einn lögmanna þeirra sagði við dómsuppsögu að hann teldi líklegt að þau losni úr fangelsi innan mánaðar vegna gæsluvarðhaldsdvalarinnar. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 25 til 28 ára gömul og hafa undanfarin ár gefið út barnabækur á rafrænu formi. Þrátt fyrir áðurnefnd öryggislög voru þau ekki sakfelld fyrir brot á þeim heldur brot á undirróðurslöggjöf sem má rekja aftur til þess tíma sem Bretar fóru með stjórn í héraðinu og er sjaldan notuð af saksóknurum. Hong Kong Kína Tengdar fréttir „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Bókin fjallar um kindahjörð sem gerir allt í sínu valdi til að halda úlfi frá þorpinu sínu. Yfirvöld í Hong Kong litu svo á að þarna væri verið að vísa til Hong Kong og stjórnvalda í Peking. Höfundarnir neituðu því alfarið en dómari mat það svo að bókin væri tilraun til heilaþvottar. Dómurinn bætist við fjölda annarra svipaðra dóma þar sem stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarin tvö ár sótt hart að mögulegum stjórnarandstæðingum. Sú aðför er byggð á öryggislögum sem stjórnvöld í Kína kynntu fyrir Hong Kong og takmarka verulega málfrelsi íbúa í héraðinu. Tvær barnabókanna sem fimmmenningarnir hafa gefið út.getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Peking halda því fram að lögin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðugleika í héraðinu en gagnrýnendur segja þau til þess gerð að halda aftur af stjórnarandstæðingum og skerða sjálfstæði Hong Kong. Héraðið er eins og vel er þekkt að nafninu til sjálfstætt frá Kína, samkvæmt hinni svokölluðu „eitt land, tvö kerfi“ reglu. Sú regla hefur þó ekki verið höfð í hávegum undanfarin tvö ár. Talmeinafræðingarnir fimm, Lai Man-ling, Melody Yeung, Sidney Ng, Samuel Chan og Fong Tsz-ho, hafa þegar varið heilu ári í gæsluvarðhaldi. Einn lögmanna þeirra sagði við dómsuppsögu að hann teldi líklegt að þau losni úr fangelsi innan mánaðar vegna gæsluvarðhaldsdvalarinnar. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 25 til 28 ára gömul og hafa undanfarin ár gefið út barnabækur á rafrænu formi. Þrátt fyrir áðurnefnd öryggislög voru þau ekki sakfelld fyrir brot á þeim heldur brot á undirróðurslöggjöf sem má rekja aftur til þess tíma sem Bretar fóru með stjórn í héraðinu og er sjaldan notuð af saksóknurum.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57
Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41