Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson lagði sitt af mörkum í sigri Burnley í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði sitt af mörkum í sigri Burnley í kvöld. Gareth Copley/PA Images via Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Bristol City í ensku B-deildinni í kanttspyrnu í dag. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp sigurmark heimamanna.

Heimamenn í Burnley tóku forystuna strax á fjórðu mínútu leiksins með marki frá Belganum Manuel Benson.

Gestirnir jöfnuðu þót metin eftir tæplega hálftíma leik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Jóhann Berg kom inn af varamannabekknum á 53. mínútu leiksins og hann var ekki búinn að vera á vellinum í nema um stundarfjórðung þegar hann lagði upp mark fyrir Jay Rodriguez.

Það reyndist svo vera sigurmark leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Burnley. Jóhann Berg og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir toppliði Sheffield United. Bristol situr hins vegar fjórum sætum neðar með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×