Enski boltinn

Stjóri United hrósaði Dagnýju í hástert

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný Brynjarsdottir í baráttu við Onu Batlle í leik West Ham United og Manchester United um helgina.
Dagný Brynjarsdottir í baráttu við Onu Batlle í leik West Ham United og Manchester United um helgina. getty/Justin Setterfield

Knattspyrnustjóri Manchester United, Marc Skinner, hældi Dagnýju Brynjarsdóttur, fyrirliða West Ham United, á hvert reipi fyrir leik liðanna í fyrradag.

United vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Miðað við ummæli Skinners fyrir leik hafði hann áhyggjur af Dagnýju og hefur sennilega varað sína leikmenn við henni.

„United vann frábæran sigur gegn Everton og voru miskunnarlausar í þeim leik. Þær sóttu fram kantana og voru beinskeyttar á köflum. Það er ekki last því þær gerðu það mjög vel,“ sagði Skinner.

„Dagný er mjög sterk í loftinu og mjög góð að skalla boltann inn fyrir varnir andstæðinganna á fljóta framherja West Ham.“

Dagný var skipuð fyrirliði West Ham fyrir tímabilið. Íslenska landsliðskonan er á þriðja tímabili sínu hjá Lundúnaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×