Lokatölur komnar víða úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. september 2022 11:14 Veiði í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka og lokatölur eru að berast úr ánum þessa dagana sem sýna að sumarið var heilt yfir ekki jafn slæmt og veiðimenn héldu að það yrði í upphafi. Miðfjarðará er sem stendur hæsta áin á listanum, þ.e.a.s. yfir sjálfbæru árnar, með 14.74 laxa sem er um 300 löxum minni veiði en í fyrra. Lokatölur úr Norðurá eru uppá 1.352 laxa sem er 89 löxum minna en í fyrra. Haffjarðará er með 870 laxa eða 44 löxum minna en í fyrra á meðan Laxá á Ásum bætir sigf milli ára og fer í 820 laxa á móti 600 löxum í fyrra. Hítará átti mjög góðan lokakafla í sumar en áin fór í 708 laxa á móti 548 löxum í fyrra. En þá eru það óvæntu tölurnar sem engin gerði ráð fyrir. Leirvogsá var frábær í sumar en heildartalan úr henni er 455 laxar á móti 279 löxum í fyrra á aðeins tvær stangir. Sama má segja úr Flókadalsá en hún fór í 519 laxa á meðan veiðin í fyrra var 281 lax sem þykir bara flott á þrjár stangir. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Miðfjarðará er sem stendur hæsta áin á listanum, þ.e.a.s. yfir sjálfbæru árnar, með 14.74 laxa sem er um 300 löxum minni veiði en í fyrra. Lokatölur úr Norðurá eru uppá 1.352 laxa sem er 89 löxum minna en í fyrra. Haffjarðará er með 870 laxa eða 44 löxum minna en í fyrra á meðan Laxá á Ásum bætir sigf milli ára og fer í 820 laxa á móti 600 löxum í fyrra. Hítará átti mjög góðan lokakafla í sumar en áin fór í 708 laxa á móti 548 löxum í fyrra. En þá eru það óvæntu tölurnar sem engin gerði ráð fyrir. Leirvogsá var frábær í sumar en heildartalan úr henni er 455 laxar á móti 279 löxum í fyrra á aðeins tvær stangir. Sama má segja úr Flókadalsá en hún fór í 519 laxa á meðan veiðin í fyrra var 281 lax sem þykir bara flott á þrjár stangir. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði