Enski boltinn

Hvetur Maguire til að hitta sálfræðing

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Maguire er í tilvistarkreppu.
Harry Maguire er í tilvistarkreppu. getty/Visionhaus

Tími hjá sálfræðingi gæti hjálpað Harry Maguire í þeim vandræðum sem hann glímir við um þessar mundir. Þetta segir Gary Neville, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins.

Maguire hefur ekki átt sjö dagana sæla á að undanförnu. Hann hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Manchester United og átti afar erfitt uppdráttar með enska landsliðinu í 3-3 jafnteflinu gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Heimsmeistaramótið í Katar er handan við hornið og Maguire þarf að taka á honum stóra sínum til að halda sæti sínu í enska landsliðinu.

„Ég hef verið á þessum stað eins og allir leikmenn. Þegar ég missti sjálfstraustið talaði ég við sálfræðing til að hjálpa mér í gegnum þann tíma. En það er ekkert sem þú getur gert annað annað en að mæta, gera þitt besta og ekki gefast upp,“ sagði Neville.

„Einhvern tímann endurheimtir hann fyrri styrk. Ég mæli með að hann geri það sama og ég. Ég hitti lækni Manchester United og sálfræðing. Stundum þarftu utanaðkomandi hjálp.“

Maguire hefur verið lykilmaður í enska landsliðinu síðan Gareth Southgate tók við því. Með Maguire í vörninni komst England í undanúrslit á HM 2018 og úrslit EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×