Enski boltinn

Ríkasta félag heims strax farið að tryggja sér leikmenn fyrir janúargluggann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Garang Kuol gengur í raðir Newcastle í janúar.
Garang Kuol gengur í raðir Newcastle í janúar. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle og ástralska félagið Central Coast Mariners hafa komist að samkomulagi um kaupin á hinum 18 ára framherja Garang Kuol.

Kuol mun ganga í raðir Newcastle þegar félagsskiptaglugginn opnar á nýjan leik í janúar. Félagið greiðir um 300 þúsund pund fyrir leikmanninn, en þó gætu árangurstengdar bónusgreiðslur bæst við þá upphæð.

Framherjinn lék sinn fyrsta landsleik fyrir ástralska landsliðið í seinustu viku og varð þá yngsti landsliðsmaður Ástralíu síðan Harry Kewell, fyrrum leikmaður Leeds og Liverpool, lék sinn fyrsta landsleik árið 1996.

Kuol skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í júní á þessu ári, en hann hefur skorað fjögur mörk í níu deildarleikjum fyrir Central Coast Mariners í heimalandinu.

Kuol




Fleiri fréttir

Sjá meira


×