Klopp kemur Trent til varnar: „Sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:01 Jürgen Klopp skilur ekki af hverju fólki finnst Trent Alexander-Arnold lélegur varnarmaður. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur komið liðsmanni sínum, Trent Alexander-Arnold, til varnar eftir að sá síðarnefndi fékk ekki tækifæri með enska landsliðinu í nýliðnu verkefni liðsins í Þjóðadeildinni. Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira