„Erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 10:31 Erik ten Hag ætlar ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Erling Braut Haaland. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Erki ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að sínir menn geti sigrað Englandsmeistara Manchester City er liðin mætast í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann segir einnig að liðið ætli ekki að einbeita sér eingöngu að því að stöðva norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland. Haaland hefur fengið fljúgandi start í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað 11 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins. Liðið hefur í heildina skorað 23 mörk og er Norðmaðurinn því búinn að skora tæplega 48 prósent marka liðsins. Leikmaðurinn mun að öllum líkindum þurfa að kljást við Lisandro Martinez og Raphael Varane í vörn United-liðsins. Tvímenningarnir hafa náð vel saman undir stjórn hollenska þjálfarans Erik ten Hag í seinustu leikjum þar sem United hefur unni fjóra deildarleiki í röð. Ten Hag ætlar þó ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Haaland á morgun, enda sé heilt lið sem tekur á móti þeim en ekki bara þessi eini leikmaður. "We don't play against Haaland, we play against Man City."Erik ten Hag says Manchester United have the belief they can beat their rivals on Sunday 👀 pic.twitter.com/1IC9cA7dme— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2022 „Við erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í gær. „Þeir eru með lið. Þeir eru með meira en 11 leikmenn, en við erum sannfærðir um það sem við getum gert og ef við spilum eins og lið, með og án bolta, þá getum við unnið leiki sem þennan.“ „Við verðum að trúa því þegar við stillum liðinu upp, þegar leikurinn hefst og í allar 90 mínúturnar sem leikurinn er í gangi,“ sagði Hollendingurinn að lokum. Manchester United heimsækir nágranna sína í Manchester City á morgun klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Englandsmeistarar Manchester City sitja í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, fimm stigum meira en United sem situr í fimmta sæti. Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Haaland hefur fengið fljúgandi start í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað 11 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins. Liðið hefur í heildina skorað 23 mörk og er Norðmaðurinn því búinn að skora tæplega 48 prósent marka liðsins. Leikmaðurinn mun að öllum líkindum þurfa að kljást við Lisandro Martinez og Raphael Varane í vörn United-liðsins. Tvímenningarnir hafa náð vel saman undir stjórn hollenska þjálfarans Erik ten Hag í seinustu leikjum þar sem United hefur unni fjóra deildarleiki í röð. Ten Hag ætlar þó ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Haaland á morgun, enda sé heilt lið sem tekur á móti þeim en ekki bara þessi eini leikmaður. "We don't play against Haaland, we play against Man City."Erik ten Hag says Manchester United have the belief they can beat their rivals on Sunday 👀 pic.twitter.com/1IC9cA7dme— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2022 „Við erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í gær. „Þeir eru með lið. Þeir eru með meira en 11 leikmenn, en við erum sannfærðir um það sem við getum gert og ef við spilum eins og lið, með og án bolta, þá getum við unnið leiki sem þennan.“ „Við verðum að trúa því þegar við stillum liðinu upp, þegar leikurinn hefst og í allar 90 mínúturnar sem leikurinn er í gangi,“ sagði Hollendingurinn að lokum. Manchester United heimsækir nágranna sína í Manchester City á morgun klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Englandsmeistarar Manchester City sitja í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, fimm stigum meira en United sem situr í fimmta sæti.
Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira