Enski boltinn

„Mér fannst við vera betra liðið frá fyrstu sekúndu leiksins“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Granit Xhaka fagnaði sigri sinna manna vel og innilega í dag.
Granit Xhaka fagnaði sigri sinna manna vel og innilega í dag. David Price/Arsenal FC via Getty Images

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, var eðlilega kátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn erkifjendum sínum í tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Xhaka skoraði þriðja mark Arsenal í dag og segir liðið hafa verið með yfirburði á vellinum frá upphafi til enda.

„Við höfðum ekki margar vikur til að undirbúa okkur fyrir þennan leik vegna þess að það var landsleikjahlé í millitíðinni, en við sáum það á æfingu í gær að við værum tilbúnir,“ sagði Xhaka eftir leikinn.

„Mér fannst við vera betra liðið frá fyrstu sekúndu leiksins. Eftir að við fengum jöfnunarmarkið á okkur fannst mér við eiga í smá erfiðleikum, en í seinni hálfleik vorum við miklu betri.“

„Ég er ótrúlega glaður að hafa skorað og hjálpað liðinu að landa þessum sigri. Þetta er fyrsta markið mitt í nágrannaslag á Englandi og ég get ekki verið ánægðari að geta hjálpað liðinu. Það er jú liðið sem það mikilvægasta í þessu öllu saman,“ sagði Svisslendingurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×