Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. október 2022 07:02 Óstöðvandi afl. vísir/Getty Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira