4. umferð CS:GO lokið: Stórir sigrar og óvænt tap Snorri Rafn Hallsson skrifar 8. október 2022 13:00 Eftir 4. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er Dusty eina liðið með fullt hús stiga. Leikir vikunnar Dusty 16 – 3 TEN5ION Það voru liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar sem mættust í fyrsta leik 4. umferðarinnar í Ljósleiðardeildinni í CS:GO. Leikurinn fór fram í Overpass og það var botnlið TEN5ION sem vann fyrstu tvær loturnar með Vikka og Hugo í fararbroddi. Dusty hélt hins vegar ró sinni og stillti sér upp aftarlega á kortinu til að slökkva í TEN5ION og vinna allar loturnar sem eftir voru í fyrri hálfleik. Staðan var því 13–2 þegar Dusty brá sér í sóknina og enn sem áður var StebbiC0C0 allt í öllu í leik þeirra. Ármann 16 – 1 Fylkir Það var allt annað Fylkislið sem mætti Ármanni í Nuke í vikunni en það lið sem stóð uppi í hárinu á Þórsurum í síðustu viku. LeFluff og félagar sóttu hratt í skammbyssulotunni og kræktu sér í sitt fyrsta og eina stig í leiknum. Það var líka allt annað að sjá Ármann sem hafði tapað stórt, 16–3, fyrir Dusty í leiknum á undan. Hungrið skein í gegn í liðinu og Ofvirkur fór á kostum á vappanum. Hann sótti margar opnanir, átti fjöldan allan af margföldum fellum og skapaði því næg tækifæri fyrir liðsfélaga sína sem þeir nýttu svo sannarlega. Vargur skellti í einn klassískan ás á rampinum í 14. lotu og kláraði leikinn með tvöfaldri fellu á sprengjusvæðinu í þeirri 17. LAVA 16 – 9 Breiðablik Nuke kortið er aftur komið sterkt inn í Ljósleiðaradeildina en á fimmtudagskvöldið tók LAVA á móti Breiðabliki. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi þar sem Lillehhh var í aðalhlutverki hjá Breiðabliki en fljótlega komst LAVA upp á lagið og vann liðið síðustu 8 lotur hálfleiksins. Sigurganga LAVA hélt áfram í síðari hálfleik þar sem Instant átti fjórfalda fellu til að koma LAVA í stöðuna 14–4. Sigurinn var þó ekki alveg í höfn strax þar sem Breiðablik veitti örlitla viðspyrnu, en undir lokin hófst það og TripleG innsiglaði sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum í 25. lotu. NÚ 16 – 5 Þór Aftur var Nuke á dagskrá þegar NÚ og Þór mættust á fimmtudagskvöldið. Liðin skiptust á lotum í upphafi leiks en lið NÚ var einstaklega lagið í því að koma sprengjunni fyrir og verja hana aðgerðum Þórs. Þannig unnu Bl1ck, Ravle, CLVR og félagar fjölmargar lotur í röð og höfðu gott forskot inn í síðari hálfleikinn, 10–5. Í sókninni raðaði Ravle fellunum inn í fallegum fléttum undir stjórn Bjarna og vann NÚ allar 6 lotur síðari hálfleiksins. Þórasar komust aldrei almennilega á skrið og munaði þar mestu um að hinir hæfileikaríku Dabbehhh og Minidegreez áttu báðir afar slappan leik. Viðstöðu 19 – 17 SAGA Umferðinni lauk á æsispennandi og hnífjafnri viðureign Viðstöðu og SAGA í Ancient. Lið Viðstöðu hóf sóknina af krafti þar sem Mozar7, Xeny og Blazter voru í miklu stuði en eftir að Allee missti vappann í hendur ADHD sneri SAGA blaðinu við. DOM var einnig kominn á gott skrið og hafði SAGA því yfirhöndina eftir fyrri hálfleik. Lið Viðstöðu var þó öllu öflugri í vörninni og komu sér snemma í yfirburðastöðu. Hvorugu liðinu tókst þó að vinna leikinn í venjulegum leiktíma og því fór leikurinn í framlengingu. Þar hafði lið Viðstöðu loks yfirhöndina. Allee átti ótrúlega aftengingu í miðjum reykjarmekki eftir frábæra lotu frá SAGA. Blazter lagði grunninn að 17 stigi Viðstöðu með þrefaldri fellu og vann liðið allar lotur sínar í vörn. SAGA krækti þó í tvær lotur til viðbótar áður en Allee innsiglaði sigurinn fyrir Viðstöðu. Hér má sjá brot úr leiknum: Staðan Eins og fyrr segir er Dusty nú eina liðið með fullt hús stiga og sitja þeir því öruggir í efsta sæti deildarinnar. Þar á eftir raða sér Nú, Ármann sem stukku bæði upp um tvö sæti og svo Þór sem féll úr því öðru niður í það fjórða vegna markatölu. SAGA og LAVA eru nú jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti. Lið Viðstöðu jafnaði Fylki og Breiðablik að stigum en enn er TEN5ION stigalaust á botninum. Næstu leikir 5. umferð Ljósleiðaradeildarinnar fer fram dagana 11. og 13. október: LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Breiðablik, þriðjudaginn 11/10, klukkan 20:30. Þór – Viðstöðu, fimmtudaginn 13/10, klukkan 19:30. Fylkir – Dusty, fimmtudaginn 13/10, klukkan 20:30. NÚ – Ármann, fimmtudaginn 13/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Breiðablik Ármann Dusty Þór Akureyri Tengdar fréttir Tilþrifin: Blóðug barátta í framlengdum leik í Ancient Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það blóðug barátta á Ancient kortinu í framlengdum leik SAGA og Viðstöðu sem á sviðsljósið. 7. október 2022 10:46 Bjarni: Fannst CS:GO vera verri útgáfa af Call of Duty Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 5. október 2022 06:04 Blazter kom Viðstöðu loks á blað Það var til mikils að vinna fyrir bæði lið þegar lið Viðstöðu og SAGA mættust í hnífjöfnum leik í Ancient. 7. október 2022 16:30 Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00 Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00 Instant leiddi LAVA til sigurs Breiðablik og LAVA sem voru í 7. og 8. sæti deildarinnar tókust á í gærkvöldi. LAVA hafði mikla yfirburði. 7. október 2022 14:01 Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00 StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Dusty 16 – 3 TEN5ION Það voru liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar sem mættust í fyrsta leik 4. umferðarinnar í Ljósleiðardeildinni í CS:GO. Leikurinn fór fram í Overpass og það var botnlið TEN5ION sem vann fyrstu tvær loturnar með Vikka og Hugo í fararbroddi. Dusty hélt hins vegar ró sinni og stillti sér upp aftarlega á kortinu til að slökkva í TEN5ION og vinna allar loturnar sem eftir voru í fyrri hálfleik. Staðan var því 13–2 þegar Dusty brá sér í sóknina og enn sem áður var StebbiC0C0 allt í öllu í leik þeirra. Ármann 16 – 1 Fylkir Það var allt annað Fylkislið sem mætti Ármanni í Nuke í vikunni en það lið sem stóð uppi í hárinu á Þórsurum í síðustu viku. LeFluff og félagar sóttu hratt í skammbyssulotunni og kræktu sér í sitt fyrsta og eina stig í leiknum. Það var líka allt annað að sjá Ármann sem hafði tapað stórt, 16–3, fyrir Dusty í leiknum á undan. Hungrið skein í gegn í liðinu og Ofvirkur fór á kostum á vappanum. Hann sótti margar opnanir, átti fjöldan allan af margföldum fellum og skapaði því næg tækifæri fyrir liðsfélaga sína sem þeir nýttu svo sannarlega. Vargur skellti í einn klassískan ás á rampinum í 14. lotu og kláraði leikinn með tvöfaldri fellu á sprengjusvæðinu í þeirri 17. LAVA 16 – 9 Breiðablik Nuke kortið er aftur komið sterkt inn í Ljósleiðaradeildina en á fimmtudagskvöldið tók LAVA á móti Breiðabliki. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi þar sem Lillehhh var í aðalhlutverki hjá Breiðabliki en fljótlega komst LAVA upp á lagið og vann liðið síðustu 8 lotur hálfleiksins. Sigurganga LAVA hélt áfram í síðari hálfleik þar sem Instant átti fjórfalda fellu til að koma LAVA í stöðuna 14–4. Sigurinn var þó ekki alveg í höfn strax þar sem Breiðablik veitti örlitla viðspyrnu, en undir lokin hófst það og TripleG innsiglaði sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum í 25. lotu. NÚ 16 – 5 Þór Aftur var Nuke á dagskrá þegar NÚ og Þór mættust á fimmtudagskvöldið. Liðin skiptust á lotum í upphafi leiks en lið NÚ var einstaklega lagið í því að koma sprengjunni fyrir og verja hana aðgerðum Þórs. Þannig unnu Bl1ck, Ravle, CLVR og félagar fjölmargar lotur í röð og höfðu gott forskot inn í síðari hálfleikinn, 10–5. Í sókninni raðaði Ravle fellunum inn í fallegum fléttum undir stjórn Bjarna og vann NÚ allar 6 lotur síðari hálfleiksins. Þórasar komust aldrei almennilega á skrið og munaði þar mestu um að hinir hæfileikaríku Dabbehhh og Minidegreez áttu báðir afar slappan leik. Viðstöðu 19 – 17 SAGA Umferðinni lauk á æsispennandi og hnífjafnri viðureign Viðstöðu og SAGA í Ancient. Lið Viðstöðu hóf sóknina af krafti þar sem Mozar7, Xeny og Blazter voru í miklu stuði en eftir að Allee missti vappann í hendur ADHD sneri SAGA blaðinu við. DOM var einnig kominn á gott skrið og hafði SAGA því yfirhöndina eftir fyrri hálfleik. Lið Viðstöðu var þó öllu öflugri í vörninni og komu sér snemma í yfirburðastöðu. Hvorugu liðinu tókst þó að vinna leikinn í venjulegum leiktíma og því fór leikurinn í framlengingu. Þar hafði lið Viðstöðu loks yfirhöndina. Allee átti ótrúlega aftengingu í miðjum reykjarmekki eftir frábæra lotu frá SAGA. Blazter lagði grunninn að 17 stigi Viðstöðu með þrefaldri fellu og vann liðið allar lotur sínar í vörn. SAGA krækti þó í tvær lotur til viðbótar áður en Allee innsiglaði sigurinn fyrir Viðstöðu. Hér má sjá brot úr leiknum: Staðan Eins og fyrr segir er Dusty nú eina liðið með fullt hús stiga og sitja þeir því öruggir í efsta sæti deildarinnar. Þar á eftir raða sér Nú, Ármann sem stukku bæði upp um tvö sæti og svo Þór sem féll úr því öðru niður í það fjórða vegna markatölu. SAGA og LAVA eru nú jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti. Lið Viðstöðu jafnaði Fylki og Breiðablik að stigum en enn er TEN5ION stigalaust á botninum. Næstu leikir 5. umferð Ljósleiðaradeildarinnar fer fram dagana 11. og 13. október: LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Breiðablik, þriðjudaginn 11/10, klukkan 20:30. Þór – Viðstöðu, fimmtudaginn 13/10, klukkan 19:30. Fylkir – Dusty, fimmtudaginn 13/10, klukkan 20:30. NÚ – Ármann, fimmtudaginn 13/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Breiðablik Ármann Dusty Þór Akureyri Tengdar fréttir Tilþrifin: Blóðug barátta í framlengdum leik í Ancient Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það blóðug barátta á Ancient kortinu í framlengdum leik SAGA og Viðstöðu sem á sviðsljósið. 7. október 2022 10:46 Bjarni: Fannst CS:GO vera verri útgáfa af Call of Duty Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 5. október 2022 06:04 Blazter kom Viðstöðu loks á blað Það var til mikils að vinna fyrir bæði lið þegar lið Viðstöðu og SAGA mættust í hnífjöfnum leik í Ancient. 7. október 2022 16:30 Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00 Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00 Instant leiddi LAVA til sigurs Breiðablik og LAVA sem voru í 7. og 8. sæti deildarinnar tókust á í gærkvöldi. LAVA hafði mikla yfirburði. 7. október 2022 14:01 Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00 StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tilþrifin: Blóðug barátta í framlengdum leik í Ancient Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það blóðug barátta á Ancient kortinu í framlengdum leik SAGA og Viðstöðu sem á sviðsljósið. 7. október 2022 10:46
Bjarni: Fannst CS:GO vera verri útgáfa af Call of Duty Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 5. október 2022 06:04
Blazter kom Viðstöðu loks á blað Það var til mikils að vinna fyrir bæði lið þegar lið Viðstöðu og SAGA mættust í hnífjöfnum leik í Ancient. 7. október 2022 16:30
Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00
Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00
Instant leiddi LAVA til sigurs Breiðablik og LAVA sem voru í 7. og 8. sæti deildarinnar tókust á í gærkvöldi. LAVA hafði mikla yfirburði. 7. október 2022 14:01
Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00
StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti