Enski boltinn

Klopp: Áttum að vera búnir að hreinsa boltann í burtu þegar vítið er dæmt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Klopp ræðir við Michael Oliver í leikslok.
Klopp ræðir við Michael Oliver í leikslok. vísir/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var vonsvikinn eftir að hafa séð lið sitt bíða lægri hlut fyrir Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 

„Við sköpuðum mikið og vorum mjög hættulegir. Við skoruðum frábært mark en fáum svo á okkur mark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Augljóslega gerðum við mistök þar. Þetta var mjög opinn leikur í stöðunni 2-2. Við áttum auðvitað að vera búnir að hreinsa boltann í burtu þegar vítið kemur,“ sagði Klopp en Liverpool menn voru virkilega ósáttir við vítaspyrnudóminn sem leiddi til sigurmarks Arsenal.

„Ég er búinn að sjá þetta aftur og auðvitað er þetta ekki hrein og klár vítaspyrna. Þetta er mjög lint,“ sagði Klopp.

Lítið hefur gengið upp hjá Liverpool á tímabilinu til þessa og ákveðið vonleysi yfir þýska knattspyrnustjóranum þegar hann var spurður út í skiptingarnar sínar í leiknum.

„Trent er meiddur og Luis Diaz líka. Það lítur ekki vel út og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp áður en hann hrósaði andstæðingum sínum í dag.

„Arsenal er að gera mjög vel og mér fannst við spila góðan leik þó við höfum fengið á okkur þessi þrjú mörk. Við verðum að standa þessi návígi betur sem leiða til markanna þeirra. Þeir eiga ekki að fá að komast í þessar stöður en það gerðist,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×