Enski boltinn

Ten Hag ánægður með hugarfar liðsins í mótlæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ten Hag á hliðarlínunni í kvöld.
Ten Hag á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Getty

Erik Ten Hag, stjóri Man Utd, hrósaði liði sínu sérstaklega fyrir annan endurkomusigurinn á þremur dögum eftir að hafa séð lið sitt leggja Everton að velli í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Man Utd kom til baka og vann leikinn 1-2, eftir að hafa lent undir snemma leiks. Sama var upp á teningnum í Evrópudeildarleik liðsins gegn Omonia á Kýpur á fimmtudag en þá var Man Utd 1-0 undir í leikhléi en vann svo leikinn.

„Við vildum svara fyrir Man City leikinn. Við gerðum það á Kýpur og við vildum enda þessa viku vel. Það gekk eftir. Við erum að þróast sem lið og eigum enn mörg skref eftir. Það er svigrúm til bætinga en við vorum nokkuð góðir í fyrri hálfleik og stjórnuðum leiknum algjörlega,“ segir Ten Hag.

„Í annað skiptið á þremur dögum þurftum við að halda yfirvegun okkar og halda okkur við okkar skipulag eftir að hafa lent undir. Við náðum að koma til baka í kvöld eins og á fimmtudag,“ segir Ten Hag.

Hollendingurinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford í sumar og telur sitt handbragð vera farið að sjást á spilamennsku liðsins.

„Fótbolti er leikur mistaka. Við komumst í virkilega góðar stöður í leiknum og þú gast séð hvernig fótbolta við viljum spila. Við skorum tvisvar mörk eftir að hafa unnið boltann (e. transition).“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×