Enski boltinn

Söguleg byrjun Antony hjá Man Utd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ný ofurstjarna að verða til á Old Trafford?
Ný ofurstjarna að verða til á Old Trafford? vísir/Getty

Brasilíumaðurinn Antony er strax byrjaður að skrifa söguna í herbúðum enska stórveldisins Manchester United.

Það vakti töluverða athygli þegar Man Utd ákvað að punga út tæpum 100 milljónum evra fyrir þennan 22 ára sóknarmann sem hafði aðeins leikið tvö tímabil í Evrópu. 

Nýr stjóri Man Utd, Erik Ten Hag, þekkir hins vegar vel til Antony enda var hann stjóri hans hjá Ajax í þessi tvö tímabil.

Antony hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Man Utd á tímabilinu og skorað í þeim öllum en hann er sá fyrsti til að byrja með þessum hætti hjá enska stórveldinu.

Hann skoraði eitt mark í 3-1 sigri Man Utd á Arsenal þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Næsti deildarleikur hans var svo í 6-3 tapi gegn Man City þar sem Antony skoraði glæsilegt mark og í gærkvöldi kom hann Man Utd á bragðið í 1-2 sigri á Everton.

Spennandi verður að fylgjast með hvort ný ofurstjarna sé að verða til á Old Trafford en hann hefur verið fastamaður í brasilíska landsliðshópnum að undanförnu og verður að öllum líkindum með Brössum á HM í Katar sem hefst í næsta mánuði.


Tengdar fréttir

United kynnir Antony til leiks

Manchester United hefur tilkynnt um kaup félagsins á Brasilíumanninum Antony frá Ajax í Hollandi. Skiptin hafa legið í loftinu um hríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×