Enski boltinn

Steve Bruce rekinn frá WBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Steve Bruce var rekinn frá WBA í morgun og gæti hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum.
 Steve Bruce var rekinn frá WBA í morgun og gæti hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Getty/Jack Thomas

Steve Bruce hefur stýrt sínum síðasta leik hjá West Bromwich Albion en enska b-deildarliðið ákvað að segja knattspyrnustjóranum upp störfum í morgun.

West Brom var í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur tímabilum síðan en hefur aðeins unnið einn af fyrstu þrettán deildarleikjum sínum á þessari leiktíð.

Fyrir vikið þá situr West Brom liðið í fallsæti en síðasta leikur liðsins undir stjórn Bruce var markalaust jafntefli á móti Luton um helgina.

22. sæti er lægsta staða WBA í meira en tuttugu ár.

Bruce var knattspyrnustjóri West Brom í aðeins átta mánuði því hann tók við liðinu í byrjun febrúar. Liðið vann 8 af 32 leikjum undir hans stjórn.

Bruce er 61 árs gamall og talaði um það þegar Newcastle lét hann fara á svipuðum tíma fyrir ári síðan, að hann væri hættur. Fjórum mánuðum seinna var hann aftur kominn í eldlínuna og nú verður að koma í ljós hvort þetta sé hann síðasta starf á ferlinum.

Aðstoðarmenn Bruce, Steve Agnew, Stephen Clemence og Alex Bruce, eru allir hættir líka og þjálfari 21 árs liðs félagsins, Richard Beale, er tekinn tímabundið við sem knattspyrnustjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×