Enski boltinn

María útskrifaðist úr háskóla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Þórisdóttir hin kátasta með útskriftarhattinn.
María Þórisdóttir hin kátasta með útskriftarhattinn. twitter-síða maríu þórisdóttur

María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska fótboltalandsliðsins, nýtir tímann þegar hún er ekki inni á vellinum til að afla sér menntunar. Hún er nýútskrifuð með MBA-gráðu.

María greindi frá því á samfélagsmiðlum að hún hefði útskrifast með láði með MBA-gráðu frá Longford International háskólanum.

„Að samtvinna MBA með fótbolta hefur verið erfitt og ég get ekki þakkað þeim nógsamlega fyrir að gera mér kleift að afreka þetta,“ skrifaði stolt María á Twitter.

María, sem er 29 ára, gekk í raðir United frá Chelsea fyrir tveimur árum. Hún hefur leikið tæplega fjörutíu leiki fyrir Manchester-liðið.

María á 63 landsleiki fyrir Noreg á ferilskránni en hefur ekki spilað með norska liðinu síðan á EM í sumar. Norðmenn ollu þar miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×