Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 12:30 Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson fóru yfir leik Liverpool og Rangers í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni. „Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
„Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira