StebbiC0C0 með 50 fellur í fjórfaldri framlengingu gegn Fylki Snorri Rafn Hallsson skrifar 14. október 2022 15:01 Dusty og Fylkir mættust í Nuke og Fylkir hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn. Fylkir vann fyrstu lotuna þar sem Brnr og Gvendur voru báðir með tvær fellur. Detinate jafnaði leika um hæl fyrir Dusty með góðu einstaklingsframtaki og Dusty tryggði sér næstu tvær loturnar eftir það einnig. Þannig gekk leikurinn í fyrri hálfleik. Fylkir krækti í lotur hér og þar en Dusty var með bæði töglin og hagldirnar á leiknum. Detinate og StebbiC0C0 röðuðu inn fellum til að vinna einvígin og ná góðu forskoti. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Fylkir Síðari hálfleikur spilaðist alveg öfugt. Þá var það Dusty sem tókst ekki að tengja saman lotur en í hvert sinn sem Fylkir vann lotu bættu þeir að minnsta kosti einni við. Snær og LeFluff, sem var á vappa, áttu flestar fellur fyrir Fylki og opnuðu kortið fyrir aðra leikmenn. Smám saman fjaraði því undan forskoti Dusty sem voru blankir allan hálfleikinn. Í þrítugustu lotu vann LeFluff vappaeinvígið við Thor og endaði öll ábyrgðin á herður StebbaC0C0 sem var einn gegn þremur og þurfti að vinna til að leikurinn færi ekki í framlengingu. LeFluff náði honum eftir að snær kom sprengjunni fyrir og því þurftu liðin að halda áfram að spila. Og það gerðu þau svo sannarlega. Staða eftir venjulegan leiktíma: Dusty 15 – 15 Fylkir Það var ekki bara ein framlenging sem þurfti til heldur heilar fjórar. Ekkert skildi á milli liðanna í þessari lönguvitleysu fyrr en í 54. lotu. Reykveggur Fylkis klikkaði svo þeir gátu ekki sótt hratt inn. Tíminn leið en Snær náði þrefaldri fellu áður en StebbiC0C0 felldi hann á sprengjusvæðinu. LeFluff og Gvendur voru tveir gegn StebbaC0C0 og Thor í Dusty sem að lokum höfðu betur í þessum tæpasta leik tímabilsins. Lokastaða: Dusty 28 – 26 Fylkir Dusty eru enn ósigraðir, nú með 10 stig eftir þennan lengsta leik tímabilsins. Fylkir gælir við botnsætin með einungis einn sigur og 2 stig á tímabilinu. Næstu leikir liðanna: SAGA – Fylkir, laugardaginn 15/10, klukkan 20:00. Dusty – LAVA, laugardaginn 15/10, klukkan 21:00. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Dusty Tengdar fréttir StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01 Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01 Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00
Dusty og Fylkir mættust í Nuke og Fylkir hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn. Fylkir vann fyrstu lotuna þar sem Brnr og Gvendur voru báðir með tvær fellur. Detinate jafnaði leika um hæl fyrir Dusty með góðu einstaklingsframtaki og Dusty tryggði sér næstu tvær loturnar eftir það einnig. Þannig gekk leikurinn í fyrri hálfleik. Fylkir krækti í lotur hér og þar en Dusty var með bæði töglin og hagldirnar á leiknum. Detinate og StebbiC0C0 röðuðu inn fellum til að vinna einvígin og ná góðu forskoti. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Fylkir Síðari hálfleikur spilaðist alveg öfugt. Þá var það Dusty sem tókst ekki að tengja saman lotur en í hvert sinn sem Fylkir vann lotu bættu þeir að minnsta kosti einni við. Snær og LeFluff, sem var á vappa, áttu flestar fellur fyrir Fylki og opnuðu kortið fyrir aðra leikmenn. Smám saman fjaraði því undan forskoti Dusty sem voru blankir allan hálfleikinn. Í þrítugustu lotu vann LeFluff vappaeinvígið við Thor og endaði öll ábyrgðin á herður StebbaC0C0 sem var einn gegn þremur og þurfti að vinna til að leikurinn færi ekki í framlengingu. LeFluff náði honum eftir að snær kom sprengjunni fyrir og því þurftu liðin að halda áfram að spila. Og það gerðu þau svo sannarlega. Staða eftir venjulegan leiktíma: Dusty 15 – 15 Fylkir Það var ekki bara ein framlenging sem þurfti til heldur heilar fjórar. Ekkert skildi á milli liðanna í þessari lönguvitleysu fyrr en í 54. lotu. Reykveggur Fylkis klikkaði svo þeir gátu ekki sótt hratt inn. Tíminn leið en Snær náði þrefaldri fellu áður en StebbiC0C0 felldi hann á sprengjusvæðinu. LeFluff og Gvendur voru tveir gegn StebbaC0C0 og Thor í Dusty sem að lokum höfðu betur í þessum tæpasta leik tímabilsins. Lokastaða: Dusty 28 – 26 Fylkir Dusty eru enn ósigraðir, nú með 10 stig eftir þennan lengsta leik tímabilsins. Fylkir gælir við botnsætin með einungis einn sigur og 2 stig á tímabilinu. Næstu leikir liðanna: SAGA – Fylkir, laugardaginn 15/10, klukkan 20:00. Dusty – LAVA, laugardaginn 15/10, klukkan 21:00. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Dusty Tengdar fréttir StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01 Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01 Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00
StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01
Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01
Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti