Robbie Coltrane er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 16:58 Robbie Coltrane er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum um Harry Potter. Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. BBC greinir frá þessu. Coltrane hóf leikferil sinn árið 1978 þegar hann lék í leikritinu The Slab Boys í Traverse-leikhúsinu í Edinborg. Árið eftir færði hann sig yfir á sjónvarpsskjáinn og var með lítið hlutverk í þáttunum Play for Today og árið 1980 lék hann enn minn hlutverk í kvikmyndinni Flash Gordon. Robbie ColtraneGetty/Ilya S. Savenok Það var síðan árið 1983 sem ferill hans fór á flug þegar hann lék í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull. Seinna meir lék hann í myndum á borð við Caravaggio, Eat The Rich, Henry V og The Pope Must Die. Á tíunda áratugnum lék hann mafíósann og samstarfsmann aðalhetjunnar Valentin Zukovsky í James Bond-myndunum Goldeneye og The world is not enough. Framleiðendur kvikmyndaflokksins minnast Coltrane með hlýhug. Árið 2001 fékk hann síðan hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn. Áhorfendur urðu strax ástfangnir af dularfulla hálftröllinu sem hann lék og varð hann einn ástkærasti leikari Bretlandseyja upp úr því. Hann átti eftir að leika Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011. Árið 2014 lék hann í kvikmyndinni Effie Gray sem var hans síðasta hlutverk á hvíta tjaldinu. Greint hafði verið frá því fyrir nokkrum árum síðan að Coltrane glímdi við alvarlegan heilsubrest. Hann var með slitgigt sem fór versnandi með árunum og glímdi við mikinn sársauka vegna þess. Sársaukinn var í raun svo mikill að síðustu ár ævi Coltrane var hann í hjólastól mest allan daginn. Coltrane lætur eftir sig tvö börn. Hann eignaðist þau bæði með fyrrverandi eiginkonu sinni Rhona Gemmel. Þau giftu sig árið 1999 en skildu árið 2003. Bíó og sjónvarp Andlát Bretland James Bond Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
BBC greinir frá þessu. Coltrane hóf leikferil sinn árið 1978 þegar hann lék í leikritinu The Slab Boys í Traverse-leikhúsinu í Edinborg. Árið eftir færði hann sig yfir á sjónvarpsskjáinn og var með lítið hlutverk í þáttunum Play for Today og árið 1980 lék hann enn minn hlutverk í kvikmyndinni Flash Gordon. Robbie ColtraneGetty/Ilya S. Savenok Það var síðan árið 1983 sem ferill hans fór á flug þegar hann lék í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull. Seinna meir lék hann í myndum á borð við Caravaggio, Eat The Rich, Henry V og The Pope Must Die. Á tíunda áratugnum lék hann mafíósann og samstarfsmann aðalhetjunnar Valentin Zukovsky í James Bond-myndunum Goldeneye og The world is not enough. Framleiðendur kvikmyndaflokksins minnast Coltrane með hlýhug. Árið 2001 fékk hann síðan hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn. Áhorfendur urðu strax ástfangnir af dularfulla hálftröllinu sem hann lék og varð hann einn ástkærasti leikari Bretlandseyja upp úr því. Hann átti eftir að leika Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011. Árið 2014 lék hann í kvikmyndinni Effie Gray sem var hans síðasta hlutverk á hvíta tjaldinu. Greint hafði verið frá því fyrir nokkrum árum síðan að Coltrane glímdi við alvarlegan heilsubrest. Hann var með slitgigt sem fór versnandi með árunum og glímdi við mikinn sársauka vegna þess. Sársaukinn var í raun svo mikill að síðustu ár ævi Coltrane var hann í hjólastól mest allan daginn. Coltrane lætur eftir sig tvö börn. Hann eignaðist þau bæði með fyrrverandi eiginkonu sinni Rhona Gemmel. Þau giftu sig árið 1999 en skildu árið 2003.
Bíó og sjónvarp Andlát Bretland James Bond Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist