Þetta staðfestir Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands. „Við stöndum frammi fyrri mjög sorglegum atburði,“ hefur franska fréttaveitan France24 eftir honum. Hann ræddi við fréttamenn á vettvangi eftir að hafa drifið sig til námubæjarins Amasra.
Hann segir 28 verkamenn hafa komist lífs af úr námunni, margir hverjir alvarlega særðir.
Ekkert hefur fengist staðfest um tildrög slyssins en talið er að metansprenging hafi orsakað það. Stéttarfélag námuverkamanna í Tyrklandi hefur fullyrt það en embættismenn segja of snemmt að fullyrða hvað hafi valdið slysinu.