Mafíusögur 2022: „Er einhver frægur kominn hingað?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. október 2022 08:00 Það er erfitt að finna rómantíkina í veruleika sikileysku mafíunnar sem enn ræður svo mörgu. En rómantíkina er þó enn að finna í tengingunni við Guðföðursmyndirnar þar sem helstu tökustaðirnir á Sikiley voru bæirnir Savoca og Forza d'Agrò. Gréta Björk Valdimarsdóttir þekkir Sikiley eins og lófann á sér og heldur hér áfram að fara yfir mafíusögur þaðan. Vísir/Rakel Sveinsdóttir Það er yfir þrjátíu stiga hiti á paradísareyjunni Ustica, en hún er í ríflega klukkustundar siglingafjarlægð frá Palermo á Sikiley. Eyjan hefur nú hefur fyllst af ítölskum túristum í sumarfríi. Meira að segja kaffið hjá Alfredo á Bar Centrale hefur hækkað, svona eins og eðlilegt þykir þegar álagstímar eru mestir. Með sitthvorn kaffibollann sitjum við og horfum á mannfjöldann; öll þessu ókunnugu andlit sem spígspora um litla torgið og litlu aðalgötuna. Alsælir Ítalir í fríi. Eins og hefð er fyrir í ágúst. Allt í einu sjást reffilegir menn spígspora einhverjum metrum frá okkur. Þeir eru báðir vopnaðir og svo stæltir og vöðvaðir að frægustu kvikmyndastjörnur gætu farið hjá sér. Sjálf er ég ekki frá því að einn lífvörðurinn líkist Vin Diesel. „Er einhver frægur kominn hingað?“ spyr blaðamaður. Enda svo sem ekki óþekkt að frægir og ríkir leggi snekkjunum sínum við eyjuna. Þó ekki nema til að dýfa tánum í tæran sjóinn eða sigla á smærri bátum inn í einhverja hellana allt um kring. Til dæmis Mark Zuckerberg stofnandi Facebook, eða Stefanía prinsessa í Mónakó. „Nei það er maður hér í vernd,“ svarar Gréta rólega og bætir við: Þetta er víst maður á besta aldri sem er í byggingabransanum í Palermo. Hann neitaði um daginn að borga mafíuskattinn. Setti sjálfan sig með því í hættu og valdi á endanum að segja lögreglunni frá, meðal annars að gefa upp einhver nöfn. Sem þýðir að nú er ekkert líf framundan hjá honum nema líf með lífvörðum og undir vernd lögreglunnar.“ Hversu lengi? „Örugglega út lífið,“ svarar Gréta. Já ef hann þá lifir hugsar blaðamaður með sér. Fyrsta kvikmyndin í þríleiknum The Godfather fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á þessu ári. Myndir sem heillað hafa milljónir manna í áhorfi um sögu Corleone fjölskyldunnar, sem sögð var eiga rætur sínar að rekja til Sikileyjar. Af þessu tilefni rýnir Vísir í nokkrar mafíusögur frá Sikiley, með blaðamann á staðnum, sem reglulega starfar þaðan í fjarvinnu. Hér er önnur umfjöllunin af tveimur, en fyrri umfjöllunina má sjá hér. Í leit að mafíurómantíkinni Það er skrýtið til þess að hugsa að ekki einu sinni lítil paradísareyja eins og Ustica sé undanskilin áhrifum sikileysku mafíunnar. Eins og þennan dag, 18.ágúst árið 2022. Almennt gildir það þó um stærri og smærri staði, sama hvar er, að fyrirtækjaeigendur þurfa að greiða mafíuskatt af starfseminni. Pizzo skattinn svokallaða sem á Sikiley er jafn eðlilegt fyrirbæri að huga að og virðisaukaskatturinn hér heima. Hingað til hefur enginn viljað segja blaðamanni hvað fyrirtæki eru að borga mikið í þennan skatt. En almennt segir fólk að þegar fyrirtæki hefur starfsemi sína, eru útsendarar frá mafíunni sendir á staðinn til að fylgjast með í smá tíma. Í kjölfarið er áætlað hvað fyrirtækinu ber að greiða í pizzo skattinn. Tengist veltu en þó ekki endilega sem föst prósentutala. Þá er sagt að það geti enginn giskað á það hvaða fólk eru þessir útsendarar mafíunnar. „Þetta er fólkið sem þú myndir síst trúa að tengdist mafíunni,“ segir ónefndur heimildarmaður við blaðamann. Enda ekki óhætt að tjá sig við neina fjölmiðla um mafíuna. Ekki einu sinni Vísi á Íslandi. Öll stemningin yfir mafíunni skiptist þó í tvennt: Annars vegar ógnin sem lengi hefur ríkt og ríkir enn. Hins vegar þessari mafíurómantík sem við þráum svo mörg að finna og upplifa á Sikiley. Þar sem tilfinningarnar sem við tengjum við Guðföðursmyndirnar svífa yfir vötnum; til Corleone fjölskyldunnar í myndunum sem sögð var eiga rætur sínar að rekja til Sikileyjar. Þangað sem Michael Corleone í hlutverki Al Pacino var sendur í útlegð. Eftir að hafa myrt banamenn föður síns í Guðföðurnum 1. „Við vorum í fyrsta sinn með mafíuþema í sérferð Heimsferða til Sikileyjar í haust,“ segir Gréta. „Heimsóttum sérstaklega bæina Savoca og Forza d'Agrò þar sem margar af helstu atriðum í Guðföðurnum voru teknar. Þegar Michael Corleone var í útlegð, varð ástfanginn og gifti sig.“ Bæirnir Savoca og Forza d'Agrò eru bæirnir þar sem Francis Ford Coppola og Al Pacino ásamt fleirum dvöldu í um tvo mánuði þegar tökur stóðu yfir fyrir Guðföðurinn. Í bænum Savoca er málmstytta sem sýnir mann fyrir aftan kvikmyndatökuvél. Styttan er af Francis Ford Coppola og honum til heiðurs. Enda vinsælt að túristar heimsæki þessa bæi til að sjá og upplifa hvar atriði kvikmyndanna voru teknar upp. „Eins og gengur og gerist í bíómyndum er ekkert endilega verið að taka upp kvikmyndir þar sem þær eru sagðar gerast. Í Guðföðursmyndunum er því alltaf talað um Corleone en hið rétta er að tökurnar fóru fram í þessum litlu bæjum. Að heimsækja þá er ótrúleg upplifun. Enda sagðir þeir fegurstu af litlum miðaldarbæjum Sikileyjar. Það er því ekki bara upplifunin af því að sjá tökustaði Guðföðursins sem stendur upp úr. Heldur líka fegurðin sem maður upplifir á staðnum,“ segir Gréta og bætir við: Í Forza d'Agrò fara kirkjuklukkurnar til dæmis á fullt klukkan tólf á hádegi hvern dag. Eins og við þekkjum á Ítalíu. Nema að í þessum litla bæ og á þessu litla torgi, er búið að koma upp hátalarakerfi þannig að í framhaldinu af klukknahljóminum er spilað lagið Ave Maria. Við erum að tala um algjöra gæsahúð.“ Gréta sem hefur verið farastjóri sérferða Heimsferða til Sikileyjar í tæp tuttugu ár og búið og þekkir Sikiley eins og lófann á sér, segir íslenska ferðamenn alltaf mjög áhugasama um mafíuna. Sem þó er ekki orð sem má segja upphátt á Sikiley. „En þegar maður segir frá þessu helsta sem snýr að veruleikanum tek ég oft eftir að fólki setur hljóðan. Til dæmis þegar að ég segi frá því þegar Slátrarinn svo kallaði leysti upp lík ellefu ára drengs í sýru. Veruleikinn hér er nefnilega svo allt annar en okkur langar að trúa og þó hefur margt breyst.“ Slátrarinn Það er ekki hægt annað en að rýna þá næst í söguna um Slátrarann svo kallaða. Enda ætlaði allt um koll að keyra á Sikiley í fyrra, þegar Slátrarinn losnaði úr fangelsi. Brusca mun nú lifa undir vernd á skilorði í nokkur ár en færast síðan formlega í fyrirkomulag vitnaverndar og búa undir fölsku flaggi sem frjáls maður einhvers staðar í heiminum. Umræddur maður heitir Giovanni Brusca og hann var 64 ára þegar hann losnaði úr fangelsinu í fyrra. Brusca tilheyrði þeim mafíuarmi sem við nefndum í síðustu viku: Fjölskyldu hins illræmda Toto Riina frá Corleone capo dei tutti capi. Fáir ef nokkrir mafíósar hafa þótt jafn illskeyttir og Riina. Brusca var sagður hægri hönd Toto Riina, svo háttsettur var hann. Eitt það óhugnanlegasta sem Brusca gerði var að myrða 11 ára gamlan dreng. Þessi drengur var sonur manns sem mafían var í nöp við og vildi hefna. Þeir héldu því syninum í gíslingu en myrtu síðan. Brusca leysti síðan lík barnsins upp í sýru. Brusca er jafnframt mikið hataður á Sikiley fyrir annað morð: Morðið á Giovanni Falcone saksóknara og síðar dómara. Sem lengi var sagður óvinur mafíunnar númer eitt. Falcone var myrtur með 500 kílóa sprengju þar sem hann var á ferð í Palermo í bifreið með eiginkonu sinni, yfirmanni í lögreglunni og tveimur lífvörðum. Allir létust. Og það var Brusca, Slátrarinn sjálfur, sem ýtti á sprengjuhnappinn. Þetta var 23.maí árið 1992 og í júlí hið sama ár, var æskufélagi hans og kollegi, Paolo Borsellino einnig myrtur af mafíunni. Þótt liðin séu þrjátíu ár, er dánardagur Falcone enn stór dagur á Sikiley. Fólk minnist þá hans og Borselliono og þeirri herör sem þeir stóðu fyrir gegn mafíunni. Ég kom til Sikileyjar ári síðar. Og maður fann bara hvað andrúmsloftið var breytt. Það var spenna í loftinu enn og vopnaðir hermenn á hverju horni. Því þegar dómararnir voru myrtir gerði almenningur uppreisn gegn mafíunni í fyrsta sinn. Fólk mótmælti á götum í skrúðgöngum og hrópaði í Burtu með mafíuna. Aldrei hafði annað eins gerst á Sikiley og má með sanni segja að dómaramorðin hafi þarna markað mikil kaflaskil hvað almenning varðaði,“ segir Gréta. Fyrir kaldhæðni örlaganna var Brusca að horfa á heimildarmynd um Falcone þegar hann var handtekinn. Það var þann 20.maí árið 1996. Segir sagan að eftir handtökuna á Brusca hafi lögreglumennirnir keyrt með hann og stoppað stutta stund fyrir utan heimili Falcone. Til þess að votta Falcone virðingu sína. Brusca gerði samning við yfirvöld um að gerast uppljóstrari. Eftir handtökuna er Brusca sagður hafa sagt: „Ég er ekki mennskur. Ég hef alla tíð unnið fyrir Cosa Nostra. Ég hef myrt fleiri en 150 manns og man ekki einu sinni hvað þetta fólk heitir.“ Til útskýringar á Cosa Nostra þá er Cosa Nostra það sem mafían er kölluð á Sikiley. Ferðamönnum til Sikileyjar er þó bent á að segja ekki orðið mafía upphátt, enda skilja það orð allir. Í kjölfar handtöku Brusca fóru hundruði manns í mafíunni og henni tengdri í fangelsi. Sem þýddi mikinn kostnað fyrir mafíuna þar sem sú regla gildir að mafían sjái um framfærslu maka og barna allra þeirra sem fara í fangelsi fyrir hennar hönd. Til að átta okkur betur á því hversu langt mafían hefur teygt arma sína eru það ekki aðeins mafíósarnir sjálfir sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Því það á einnig við um þekkt fólk í stjórnmálum, innan embættiskerfisins, í fjölmiðlum, innan Vatíkansins og fleira. Þegar Brusca var handtekinn var hann að horfa á heimilidarþátt um Falcone dómara, mann sem hann hafði sjálfur sprengt í loft upp. Brusca hefur viðurkennt að hafa myrt 150 manns en hann var látinn laus í fyrra eftir 25 ára fangelsisvist. Því Brusca gerðist uppljóstrari og mun eyða ævinni í vitnavernd einhvers staðar í heiminum. Á mynd má sjá blaðagrein um Brusca sem birt var í helgarblaði DV 25.maí árið 1996. Þegar allt varð vitlaust í fyrra Brusca gerði þann samning við yfirvöld að gegn því að gerast uppljóstrari, sat hann aðeins 25 ár í fangelsi. Sem í samanburði við marga félaga hans er mjög lítið, því flestir sitja þar enn. Í fyrra var komið að því að láta Brusca lausan. Fyrir vikið fóru allir ítalskir fjölmiðlar af stað að rifja upp söguna og erfiðustu málin. Handtökuna á Brusca. Morðin á dómurunum. Sitt sýnist hverjum um það hvort samkomulagið sem yfirvöld gerðu við Brusca væri í lagi. Hvort hann ætti ekki frekar að sitja enn í fangelsi og rotna þar með öðrum? Ein þeirra sem kom fram í fjölmiðlum í fyrra var systir Falcone. Hún reyndi að róa niður óánægjuraddir með því að segja að samningurinn við Brusca hefði verið í anda bróður síns. Því Falcone hefði alltaf haft þá trú að líklegasta leiðin til að ná sem flestum og uppræta starfsemina sem mest, þyrfti stundum að fórna öðru á móti. Margir veltu samt fyrir sér: Hvað hefur í raun breyst á þessum þrjátíu árum? Því enn greiðir atvinnulífið mafíuskattinn og enn hefur mafían töglin og hagldirnar í svo mörgum málum. Ein mjög áhugaverð kenning kom fram í umræðuþáttum ljósvakamiðla í fyrra. Samkvæmt þeirri kenningu leiddi rassían fyrir þrjátíu árum helst til þeirra breytinga að nýir og óskrifaðir samningar voru gerðir: Þar sem yfirvöld og mafían sammæltust um hverjir ættu að ráða hverju. Að mafían skyldi bakka með suma hluti, sérstaklegt tengt stjórnsýslu og pólitísku framkvæmdavaldi, gegn því að yfirvöld létu ýmsa aðra viðskiptahagsmuni mafíunnar vera. Hvort þetta sé rétt þorir svo sem enginn að fullyrða. Saga Letizia Battaglia ljósmyndara er stórmerkileg og margar myndirnar hennar magnaðar. Því svo virðist vera sem mafían hafi tekið ákvörðun um að líta undan þegar kom að henni. Battaglia tók margar myndir af vettvöngum glæpa mafíunnar og ýmislegt fleira henni tengt. En var látin í friði. Konan sem mafían samþykkti í hljóði Það verður að segjast að sikileyska mafían sé frekar karllægur business. Enginn jafnvægisvog þar. Ein er þó kona sem virtist eiga virðingu mafíunnar óskipta. Þótt hún teldist til liðsheildar lögreglunnar. Sú kona hét Letizia Battaglia og var ljósmyndari. Battaglia var fædd árið 1935 og árið 1974 fór hún að mynda ýmislegt tengt mafíunni og glæpum hennar. Til dæmis var Battaglia oft fyrst á vettvang morða og annarra alvarlegra glæpa. Mætti á staðinn á sama tíma og lögreglan. Og tók ljósmyndir. Svo frægar urðu þessar ljósmyndir Battaglia að ekki aðeins hefur verið gefin út bók með myndum hennar, heldur er einnig safn í Corleone í hennar nafni. Myndir Battaglia eru ekki allar ljótar eða grófar myndir frá vettvöngum glæpa mafíunnar eða af mafíósunum sjálfum. Þvert á móti eru margar myndir hennar myndir af fólki og þeim samtíma sem var hverju sinni. Myndir sem eru samofnar áhrifatímabili mafíunnar á Sikiley. Auðvitað vissi mafían alveg af Battaglia og myndunum hennar. Flestir aðrir hefðu verið drepnir og þeim fljótt komið fyrir kattarnef. En það er eins og Battaglia hafi verið samþykkt af mafíunni og þeir hreinlega ákveðið að líta undan. Leyft henni að taka myndir af þeim og mörgu tengt starfseminni þeirra. Það var áberandi hvernig mafían aðhafðist ekkert þegar það kom að Battaglia og hennar myndum,“ segir Gréta. Safnið er einn þeirra viðkomustaða sem íslenskir ferðamenn hafa heimsótt í sérferðum til Sikileyjar. „Ég á sjálf bók eftir hana en þessi merkilega kona lést í vor. Sem ljósmyndari náði Battaglia að fanga svo ótrúlega margt sögulegt úr samtímasögu Sikileyjar,“ segir Gréta. Fyrir stuttu voru Íslendingar á ferð á frægum tökustöðum Guðföðursmyndanna á Sikiley en þeir eru helstir miðaldarbæirnir Savoca og Forza d'Agrò. Þar gistu leikstjórinn Francis Ford Coppola og leikarinn Al Pacino ásamt fleirum í um tvo mánuði á sínum tíma og í Savoca má sjá málmstyttu sem sýnir mann fyrir aftan kvikmyndatökuvél en styttan er kennd við Francis Ford Coppola. Þá er vinsælt að heimsækja barinn þar sem Michael Corleone hitti fyrstu eiginkonu sína og varð ástfanginn. Inni fyrir á barnum má sjá ýmsar myndir sem tengjast þessum atriðum úr Guðföðursmyndunum. Vísir/Gréta Björk Valdimarsdóttir Lífverðir á útsölum Þótt enn eimi af þeirri löngun að vilja sjá einhverja rómantík í sikileysku mafíunni verður að segja að það sé harla erfitt. Ekki síst eftir að hafa heyrt um lík ellefu ára drengs sem var leyst upp með sýru. Eða að heróinbirgðir séu markvisst seldar til annarra en Ítala í útrás mafíunnar. Svo tengd nútímanum er mafían að meira að segja bróðir núverandi forseta Ítalíu, Mattarella, var myrtur af mafíunni. Í viðtali við CNN árið 2015 ræðir Mattarella um þetta morð á bróður sínum. „Hann var í bílnum. Á leið til messu með eiginkonu sinni og börnum. Þegar morðingi hans kom að bílnum og skaut hann. Eiginkona hans reyndi að bjarga honum en varð fyrir vikið skotin einnig og slasaðist.“ Fleiri dæmi má nefna . Til dæmis konu sem telst til vinahóps Grétu og blaðamanns. Þessi ónefnda kona starfaði lengi sem dómari í Palermo og var jafnvel í málum sem töldust stór á landsvísu. Viljandi er nafn hennar ekki getið hér í þessari grein. Nafn hennar hefur þó oft ratað á síðu ítalskra fjölmiðla En ekki í eitt skipti hefur blaðamaður heyrt hana ræða um störf sín sem dómari. Eitt sinn barst þessi vinkona í tal og þá segir Gréta: „Ég man þegar að ég kynntist henni fyrst. Það tók mig smá tíma að venjast öllu umstanginu sem var í kringum hana. Sjálf alin upp í Ólafsvík á Íslandi. Þetta er bara veruleiki sem maður þekkir ekki.“ Hvað áttu við? Sem dómari var hún alltaf með fimm lífverði með sér. Skipti þá engu hvert hún fór. Þetta þýddi að ef hún hringdi í mig og stakk til dæmis upp á að við myndum hittast í hádegisverð þýddi það að þegar að við hittumst á veitingastað, var staðnum hreinlega lokað á meðan, við vorum einu gestirnir og á meðan stóðu lífverðirnir vörð. Það sama gilti ef við hittumst til að kíkja á útsölur. Búðirnar voru lokaðar á meðan við fórum inn. Fyrir utan beið þolinmótt fólkið, vitandi það að dómari væri inni með lífverði fyrir utan. Þetta var ótrúleg upplifun en vandist síðan þegar að maður áttaði sig á því að þetta var hennar veruleiki. Því eftir morðið á Falcone og Borselliono breyttist allt.“ Dómaramorðin á Falcone og Borsellino mörkuðu mikil kaflaskil á Sikiley því þau urðu til þess að í fyrsta sinn mótmælti almenningur mafíunni. Meðal annars með skrúðgöngum þar sem fólk hrópaði: Mafíuna burt! Falcone og Borsellino eru enn hylltir sem hetjur og þeirra minnst árlega á dánardegi Falcone. Til hægri á mynd má sjá Grétu Björk og blaðamann Vísis.Vísir/Rakel Sveinsdóttir Mafían fyrirgefur aldrei Og nú hefur enn ein breytingin verið boðuð. Ef breytingu skyldi kalla. Því þegar hálfrar aldar afmæli fyrstu Guðföðursmyndarinnar var fagnað á kvikmyndahátíðinni í Taormina á Sikiley í sumar, tilkynnti Francis Ford Coppola að ný Guðföðursmynd er væntanleg. Ekki sú fjórða þó, heldur kvikmynd þar sem öllum þremur myndunum er þjappað saman í eina nýja kvikmynd. Frábært segja sumir og halda ekki vatni yfir spenningi. Aðrir eru skeftískir: Mun þetta eyðileggja stemninguna sem verið hefur í áratugi vegna Guðföðursmyndanna? Mun þetta draga úr sjarmanum af því að heimsækja litla miðaldarbæi á Sikiley eða óperutröppurnar í Palermo? Svona ef myndin verður ekkert það góð…. Hvað sem verður um viðtökur við nýrri mynd er ljóst að sikileyska mafían er hverfi nærri af baki dottin. Og að á Sikiley er veruleikinn allt annar en sá að almenningur sé sáttur við starfsemi hennar. Enn má telja víst að langt er í að yfirvöld nái að uppræta starfsemi hennar fyrir alvöru. Enda yfirvöld að hluta til enn án efa, partur af þeim ítökum sem sikileyska mafían hefur. Það er eins og ekkert fái hana stöðvað. Og enginn. Því alltaf heldur hún velli. Alltaf virðist hún standa teinrétt og sterk. Það er því við hæfi að ljúka þessari umfjöllun með orðum sem Falcone dómari sagði í síðasta viðtalinu sem hann veitti fjölmiðlum áður en hann var myrtur fyrir þrjátíu árum síðan. Þá sagði hann: „Mafían er ekki kolkrabbi, hún er grimmt pardusdýr með minni fílsins, gleymir engu og fyrirgefur aldrei.“ Íslendingar erlendis Erlend sakamál Ferðalög Menning Ítalía Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Eyjan hefur nú hefur fyllst af ítölskum túristum í sumarfríi. Meira að segja kaffið hjá Alfredo á Bar Centrale hefur hækkað, svona eins og eðlilegt þykir þegar álagstímar eru mestir. Með sitthvorn kaffibollann sitjum við og horfum á mannfjöldann; öll þessu ókunnugu andlit sem spígspora um litla torgið og litlu aðalgötuna. Alsælir Ítalir í fríi. Eins og hefð er fyrir í ágúst. Allt í einu sjást reffilegir menn spígspora einhverjum metrum frá okkur. Þeir eru báðir vopnaðir og svo stæltir og vöðvaðir að frægustu kvikmyndastjörnur gætu farið hjá sér. Sjálf er ég ekki frá því að einn lífvörðurinn líkist Vin Diesel. „Er einhver frægur kominn hingað?“ spyr blaðamaður. Enda svo sem ekki óþekkt að frægir og ríkir leggi snekkjunum sínum við eyjuna. Þó ekki nema til að dýfa tánum í tæran sjóinn eða sigla á smærri bátum inn í einhverja hellana allt um kring. Til dæmis Mark Zuckerberg stofnandi Facebook, eða Stefanía prinsessa í Mónakó. „Nei það er maður hér í vernd,“ svarar Gréta rólega og bætir við: Þetta er víst maður á besta aldri sem er í byggingabransanum í Palermo. Hann neitaði um daginn að borga mafíuskattinn. Setti sjálfan sig með því í hættu og valdi á endanum að segja lögreglunni frá, meðal annars að gefa upp einhver nöfn. Sem þýðir að nú er ekkert líf framundan hjá honum nema líf með lífvörðum og undir vernd lögreglunnar.“ Hversu lengi? „Örugglega út lífið,“ svarar Gréta. Já ef hann þá lifir hugsar blaðamaður með sér. Fyrsta kvikmyndin í þríleiknum The Godfather fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á þessu ári. Myndir sem heillað hafa milljónir manna í áhorfi um sögu Corleone fjölskyldunnar, sem sögð var eiga rætur sínar að rekja til Sikileyjar. Af þessu tilefni rýnir Vísir í nokkrar mafíusögur frá Sikiley, með blaðamann á staðnum, sem reglulega starfar þaðan í fjarvinnu. Hér er önnur umfjöllunin af tveimur, en fyrri umfjöllunina má sjá hér. Í leit að mafíurómantíkinni Það er skrýtið til þess að hugsa að ekki einu sinni lítil paradísareyja eins og Ustica sé undanskilin áhrifum sikileysku mafíunnar. Eins og þennan dag, 18.ágúst árið 2022. Almennt gildir það þó um stærri og smærri staði, sama hvar er, að fyrirtækjaeigendur þurfa að greiða mafíuskatt af starfseminni. Pizzo skattinn svokallaða sem á Sikiley er jafn eðlilegt fyrirbæri að huga að og virðisaukaskatturinn hér heima. Hingað til hefur enginn viljað segja blaðamanni hvað fyrirtæki eru að borga mikið í þennan skatt. En almennt segir fólk að þegar fyrirtæki hefur starfsemi sína, eru útsendarar frá mafíunni sendir á staðinn til að fylgjast með í smá tíma. Í kjölfarið er áætlað hvað fyrirtækinu ber að greiða í pizzo skattinn. Tengist veltu en þó ekki endilega sem föst prósentutala. Þá er sagt að það geti enginn giskað á það hvaða fólk eru þessir útsendarar mafíunnar. „Þetta er fólkið sem þú myndir síst trúa að tengdist mafíunni,“ segir ónefndur heimildarmaður við blaðamann. Enda ekki óhætt að tjá sig við neina fjölmiðla um mafíuna. Ekki einu sinni Vísi á Íslandi. Öll stemningin yfir mafíunni skiptist þó í tvennt: Annars vegar ógnin sem lengi hefur ríkt og ríkir enn. Hins vegar þessari mafíurómantík sem við þráum svo mörg að finna og upplifa á Sikiley. Þar sem tilfinningarnar sem við tengjum við Guðföðursmyndirnar svífa yfir vötnum; til Corleone fjölskyldunnar í myndunum sem sögð var eiga rætur sínar að rekja til Sikileyjar. Þangað sem Michael Corleone í hlutverki Al Pacino var sendur í útlegð. Eftir að hafa myrt banamenn föður síns í Guðföðurnum 1. „Við vorum í fyrsta sinn með mafíuþema í sérferð Heimsferða til Sikileyjar í haust,“ segir Gréta. „Heimsóttum sérstaklega bæina Savoca og Forza d'Agrò þar sem margar af helstu atriðum í Guðföðurnum voru teknar. Þegar Michael Corleone var í útlegð, varð ástfanginn og gifti sig.“ Bæirnir Savoca og Forza d'Agrò eru bæirnir þar sem Francis Ford Coppola og Al Pacino ásamt fleirum dvöldu í um tvo mánuði þegar tökur stóðu yfir fyrir Guðföðurinn. Í bænum Savoca er málmstytta sem sýnir mann fyrir aftan kvikmyndatökuvél. Styttan er af Francis Ford Coppola og honum til heiðurs. Enda vinsælt að túristar heimsæki þessa bæi til að sjá og upplifa hvar atriði kvikmyndanna voru teknar upp. „Eins og gengur og gerist í bíómyndum er ekkert endilega verið að taka upp kvikmyndir þar sem þær eru sagðar gerast. Í Guðföðursmyndunum er því alltaf talað um Corleone en hið rétta er að tökurnar fóru fram í þessum litlu bæjum. Að heimsækja þá er ótrúleg upplifun. Enda sagðir þeir fegurstu af litlum miðaldarbæjum Sikileyjar. Það er því ekki bara upplifunin af því að sjá tökustaði Guðföðursins sem stendur upp úr. Heldur líka fegurðin sem maður upplifir á staðnum,“ segir Gréta og bætir við: Í Forza d'Agrò fara kirkjuklukkurnar til dæmis á fullt klukkan tólf á hádegi hvern dag. Eins og við þekkjum á Ítalíu. Nema að í þessum litla bæ og á þessu litla torgi, er búið að koma upp hátalarakerfi þannig að í framhaldinu af klukknahljóminum er spilað lagið Ave Maria. Við erum að tala um algjöra gæsahúð.“ Gréta sem hefur verið farastjóri sérferða Heimsferða til Sikileyjar í tæp tuttugu ár og búið og þekkir Sikiley eins og lófann á sér, segir íslenska ferðamenn alltaf mjög áhugasama um mafíuna. Sem þó er ekki orð sem má segja upphátt á Sikiley. „En þegar maður segir frá þessu helsta sem snýr að veruleikanum tek ég oft eftir að fólki setur hljóðan. Til dæmis þegar að ég segi frá því þegar Slátrarinn svo kallaði leysti upp lík ellefu ára drengs í sýru. Veruleikinn hér er nefnilega svo allt annar en okkur langar að trúa og þó hefur margt breyst.“ Slátrarinn Það er ekki hægt annað en að rýna þá næst í söguna um Slátrarann svo kallaða. Enda ætlaði allt um koll að keyra á Sikiley í fyrra, þegar Slátrarinn losnaði úr fangelsi. Brusca mun nú lifa undir vernd á skilorði í nokkur ár en færast síðan formlega í fyrirkomulag vitnaverndar og búa undir fölsku flaggi sem frjáls maður einhvers staðar í heiminum. Umræddur maður heitir Giovanni Brusca og hann var 64 ára þegar hann losnaði úr fangelsinu í fyrra. Brusca tilheyrði þeim mafíuarmi sem við nefndum í síðustu viku: Fjölskyldu hins illræmda Toto Riina frá Corleone capo dei tutti capi. Fáir ef nokkrir mafíósar hafa þótt jafn illskeyttir og Riina. Brusca var sagður hægri hönd Toto Riina, svo háttsettur var hann. Eitt það óhugnanlegasta sem Brusca gerði var að myrða 11 ára gamlan dreng. Þessi drengur var sonur manns sem mafían var í nöp við og vildi hefna. Þeir héldu því syninum í gíslingu en myrtu síðan. Brusca leysti síðan lík barnsins upp í sýru. Brusca er jafnframt mikið hataður á Sikiley fyrir annað morð: Morðið á Giovanni Falcone saksóknara og síðar dómara. Sem lengi var sagður óvinur mafíunnar númer eitt. Falcone var myrtur með 500 kílóa sprengju þar sem hann var á ferð í Palermo í bifreið með eiginkonu sinni, yfirmanni í lögreglunni og tveimur lífvörðum. Allir létust. Og það var Brusca, Slátrarinn sjálfur, sem ýtti á sprengjuhnappinn. Þetta var 23.maí árið 1992 og í júlí hið sama ár, var æskufélagi hans og kollegi, Paolo Borsellino einnig myrtur af mafíunni. Þótt liðin séu þrjátíu ár, er dánardagur Falcone enn stór dagur á Sikiley. Fólk minnist þá hans og Borselliono og þeirri herör sem þeir stóðu fyrir gegn mafíunni. Ég kom til Sikileyjar ári síðar. Og maður fann bara hvað andrúmsloftið var breytt. Það var spenna í loftinu enn og vopnaðir hermenn á hverju horni. Því þegar dómararnir voru myrtir gerði almenningur uppreisn gegn mafíunni í fyrsta sinn. Fólk mótmælti á götum í skrúðgöngum og hrópaði í Burtu með mafíuna. Aldrei hafði annað eins gerst á Sikiley og má með sanni segja að dómaramorðin hafi þarna markað mikil kaflaskil hvað almenning varðaði,“ segir Gréta. Fyrir kaldhæðni örlaganna var Brusca að horfa á heimildarmynd um Falcone þegar hann var handtekinn. Það var þann 20.maí árið 1996. Segir sagan að eftir handtökuna á Brusca hafi lögreglumennirnir keyrt með hann og stoppað stutta stund fyrir utan heimili Falcone. Til þess að votta Falcone virðingu sína. Brusca gerði samning við yfirvöld um að gerast uppljóstrari. Eftir handtökuna er Brusca sagður hafa sagt: „Ég er ekki mennskur. Ég hef alla tíð unnið fyrir Cosa Nostra. Ég hef myrt fleiri en 150 manns og man ekki einu sinni hvað þetta fólk heitir.“ Til útskýringar á Cosa Nostra þá er Cosa Nostra það sem mafían er kölluð á Sikiley. Ferðamönnum til Sikileyjar er þó bent á að segja ekki orðið mafía upphátt, enda skilja það orð allir. Í kjölfar handtöku Brusca fóru hundruði manns í mafíunni og henni tengdri í fangelsi. Sem þýddi mikinn kostnað fyrir mafíuna þar sem sú regla gildir að mafían sjái um framfærslu maka og barna allra þeirra sem fara í fangelsi fyrir hennar hönd. Til að átta okkur betur á því hversu langt mafían hefur teygt arma sína eru það ekki aðeins mafíósarnir sjálfir sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Því það á einnig við um þekkt fólk í stjórnmálum, innan embættiskerfisins, í fjölmiðlum, innan Vatíkansins og fleira. Þegar Brusca var handtekinn var hann að horfa á heimilidarþátt um Falcone dómara, mann sem hann hafði sjálfur sprengt í loft upp. Brusca hefur viðurkennt að hafa myrt 150 manns en hann var látinn laus í fyrra eftir 25 ára fangelsisvist. Því Brusca gerðist uppljóstrari og mun eyða ævinni í vitnavernd einhvers staðar í heiminum. Á mynd má sjá blaðagrein um Brusca sem birt var í helgarblaði DV 25.maí árið 1996. Þegar allt varð vitlaust í fyrra Brusca gerði þann samning við yfirvöld að gegn því að gerast uppljóstrari, sat hann aðeins 25 ár í fangelsi. Sem í samanburði við marga félaga hans er mjög lítið, því flestir sitja þar enn. Í fyrra var komið að því að láta Brusca lausan. Fyrir vikið fóru allir ítalskir fjölmiðlar af stað að rifja upp söguna og erfiðustu málin. Handtökuna á Brusca. Morðin á dómurunum. Sitt sýnist hverjum um það hvort samkomulagið sem yfirvöld gerðu við Brusca væri í lagi. Hvort hann ætti ekki frekar að sitja enn í fangelsi og rotna þar með öðrum? Ein þeirra sem kom fram í fjölmiðlum í fyrra var systir Falcone. Hún reyndi að róa niður óánægjuraddir með því að segja að samningurinn við Brusca hefði verið í anda bróður síns. Því Falcone hefði alltaf haft þá trú að líklegasta leiðin til að ná sem flestum og uppræta starfsemina sem mest, þyrfti stundum að fórna öðru á móti. Margir veltu samt fyrir sér: Hvað hefur í raun breyst á þessum þrjátíu árum? Því enn greiðir atvinnulífið mafíuskattinn og enn hefur mafían töglin og hagldirnar í svo mörgum málum. Ein mjög áhugaverð kenning kom fram í umræðuþáttum ljósvakamiðla í fyrra. Samkvæmt þeirri kenningu leiddi rassían fyrir þrjátíu árum helst til þeirra breytinga að nýir og óskrifaðir samningar voru gerðir: Þar sem yfirvöld og mafían sammæltust um hverjir ættu að ráða hverju. Að mafían skyldi bakka með suma hluti, sérstaklegt tengt stjórnsýslu og pólitísku framkvæmdavaldi, gegn því að yfirvöld létu ýmsa aðra viðskiptahagsmuni mafíunnar vera. Hvort þetta sé rétt þorir svo sem enginn að fullyrða. Saga Letizia Battaglia ljósmyndara er stórmerkileg og margar myndirnar hennar magnaðar. Því svo virðist vera sem mafían hafi tekið ákvörðun um að líta undan þegar kom að henni. Battaglia tók margar myndir af vettvöngum glæpa mafíunnar og ýmislegt fleira henni tengt. En var látin í friði. Konan sem mafían samþykkti í hljóði Það verður að segjast að sikileyska mafían sé frekar karllægur business. Enginn jafnvægisvog þar. Ein er þó kona sem virtist eiga virðingu mafíunnar óskipta. Þótt hún teldist til liðsheildar lögreglunnar. Sú kona hét Letizia Battaglia og var ljósmyndari. Battaglia var fædd árið 1935 og árið 1974 fór hún að mynda ýmislegt tengt mafíunni og glæpum hennar. Til dæmis var Battaglia oft fyrst á vettvang morða og annarra alvarlegra glæpa. Mætti á staðinn á sama tíma og lögreglan. Og tók ljósmyndir. Svo frægar urðu þessar ljósmyndir Battaglia að ekki aðeins hefur verið gefin út bók með myndum hennar, heldur er einnig safn í Corleone í hennar nafni. Myndir Battaglia eru ekki allar ljótar eða grófar myndir frá vettvöngum glæpa mafíunnar eða af mafíósunum sjálfum. Þvert á móti eru margar myndir hennar myndir af fólki og þeim samtíma sem var hverju sinni. Myndir sem eru samofnar áhrifatímabili mafíunnar á Sikiley. Auðvitað vissi mafían alveg af Battaglia og myndunum hennar. Flestir aðrir hefðu verið drepnir og þeim fljótt komið fyrir kattarnef. En það er eins og Battaglia hafi verið samþykkt af mafíunni og þeir hreinlega ákveðið að líta undan. Leyft henni að taka myndir af þeim og mörgu tengt starfseminni þeirra. Það var áberandi hvernig mafían aðhafðist ekkert þegar það kom að Battaglia og hennar myndum,“ segir Gréta. Safnið er einn þeirra viðkomustaða sem íslenskir ferðamenn hafa heimsótt í sérferðum til Sikileyjar. „Ég á sjálf bók eftir hana en þessi merkilega kona lést í vor. Sem ljósmyndari náði Battaglia að fanga svo ótrúlega margt sögulegt úr samtímasögu Sikileyjar,“ segir Gréta. Fyrir stuttu voru Íslendingar á ferð á frægum tökustöðum Guðföðursmyndanna á Sikiley en þeir eru helstir miðaldarbæirnir Savoca og Forza d'Agrò. Þar gistu leikstjórinn Francis Ford Coppola og leikarinn Al Pacino ásamt fleirum í um tvo mánuði á sínum tíma og í Savoca má sjá málmstyttu sem sýnir mann fyrir aftan kvikmyndatökuvél en styttan er kennd við Francis Ford Coppola. Þá er vinsælt að heimsækja barinn þar sem Michael Corleone hitti fyrstu eiginkonu sína og varð ástfanginn. Inni fyrir á barnum má sjá ýmsar myndir sem tengjast þessum atriðum úr Guðföðursmyndunum. Vísir/Gréta Björk Valdimarsdóttir Lífverðir á útsölum Þótt enn eimi af þeirri löngun að vilja sjá einhverja rómantík í sikileysku mafíunni verður að segja að það sé harla erfitt. Ekki síst eftir að hafa heyrt um lík ellefu ára drengs sem var leyst upp með sýru. Eða að heróinbirgðir séu markvisst seldar til annarra en Ítala í útrás mafíunnar. Svo tengd nútímanum er mafían að meira að segja bróðir núverandi forseta Ítalíu, Mattarella, var myrtur af mafíunni. Í viðtali við CNN árið 2015 ræðir Mattarella um þetta morð á bróður sínum. „Hann var í bílnum. Á leið til messu með eiginkonu sinni og börnum. Þegar morðingi hans kom að bílnum og skaut hann. Eiginkona hans reyndi að bjarga honum en varð fyrir vikið skotin einnig og slasaðist.“ Fleiri dæmi má nefna . Til dæmis konu sem telst til vinahóps Grétu og blaðamanns. Þessi ónefnda kona starfaði lengi sem dómari í Palermo og var jafnvel í málum sem töldust stór á landsvísu. Viljandi er nafn hennar ekki getið hér í þessari grein. Nafn hennar hefur þó oft ratað á síðu ítalskra fjölmiðla En ekki í eitt skipti hefur blaðamaður heyrt hana ræða um störf sín sem dómari. Eitt sinn barst þessi vinkona í tal og þá segir Gréta: „Ég man þegar að ég kynntist henni fyrst. Það tók mig smá tíma að venjast öllu umstanginu sem var í kringum hana. Sjálf alin upp í Ólafsvík á Íslandi. Þetta er bara veruleiki sem maður þekkir ekki.“ Hvað áttu við? Sem dómari var hún alltaf með fimm lífverði með sér. Skipti þá engu hvert hún fór. Þetta þýddi að ef hún hringdi í mig og stakk til dæmis upp á að við myndum hittast í hádegisverð þýddi það að þegar að við hittumst á veitingastað, var staðnum hreinlega lokað á meðan, við vorum einu gestirnir og á meðan stóðu lífverðirnir vörð. Það sama gilti ef við hittumst til að kíkja á útsölur. Búðirnar voru lokaðar á meðan við fórum inn. Fyrir utan beið þolinmótt fólkið, vitandi það að dómari væri inni með lífverði fyrir utan. Þetta var ótrúleg upplifun en vandist síðan þegar að maður áttaði sig á því að þetta var hennar veruleiki. Því eftir morðið á Falcone og Borselliono breyttist allt.“ Dómaramorðin á Falcone og Borsellino mörkuðu mikil kaflaskil á Sikiley því þau urðu til þess að í fyrsta sinn mótmælti almenningur mafíunni. Meðal annars með skrúðgöngum þar sem fólk hrópaði: Mafíuna burt! Falcone og Borsellino eru enn hylltir sem hetjur og þeirra minnst árlega á dánardegi Falcone. Til hægri á mynd má sjá Grétu Björk og blaðamann Vísis.Vísir/Rakel Sveinsdóttir Mafían fyrirgefur aldrei Og nú hefur enn ein breytingin verið boðuð. Ef breytingu skyldi kalla. Því þegar hálfrar aldar afmæli fyrstu Guðföðursmyndarinnar var fagnað á kvikmyndahátíðinni í Taormina á Sikiley í sumar, tilkynnti Francis Ford Coppola að ný Guðföðursmynd er væntanleg. Ekki sú fjórða þó, heldur kvikmynd þar sem öllum þremur myndunum er þjappað saman í eina nýja kvikmynd. Frábært segja sumir og halda ekki vatni yfir spenningi. Aðrir eru skeftískir: Mun þetta eyðileggja stemninguna sem verið hefur í áratugi vegna Guðföðursmyndanna? Mun þetta draga úr sjarmanum af því að heimsækja litla miðaldarbæi á Sikiley eða óperutröppurnar í Palermo? Svona ef myndin verður ekkert það góð…. Hvað sem verður um viðtökur við nýrri mynd er ljóst að sikileyska mafían er hverfi nærri af baki dottin. Og að á Sikiley er veruleikinn allt annar en sá að almenningur sé sáttur við starfsemi hennar. Enn má telja víst að langt er í að yfirvöld nái að uppræta starfsemi hennar fyrir alvöru. Enda yfirvöld að hluta til enn án efa, partur af þeim ítökum sem sikileyska mafían hefur. Það er eins og ekkert fái hana stöðvað. Og enginn. Því alltaf heldur hún velli. Alltaf virðist hún standa teinrétt og sterk. Það er því við hæfi að ljúka þessari umfjöllun með orðum sem Falcone dómari sagði í síðasta viðtalinu sem hann veitti fjölmiðlum áður en hann var myrtur fyrir þrjátíu árum síðan. Þá sagði hann: „Mafían er ekki kolkrabbi, hún er grimmt pardusdýr með minni fílsins, gleymir engu og fyrirgefur aldrei.“
Íslendingar erlendis Erlend sakamál Ferðalög Menning Ítalía Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira