Kröftugur Klassy skilaði Viðstöðu sigri Snorri Rafn Hallsson skrifar 15. október 2022 19:19 Leikurinn fór fram í Ancient sem bæði lið hafa spilað ágætlega á tímabilinu. TEN5ION hafði betur í hnífalotunni og fjórföld fella Tight í skammbyssulotunni lofaði góðu fyrir liðið. Leikur Viðstöðu var tæpur í upphafi leiks. Þeim tókst ítrekað að koma sprengjunni fyrir en áttu í vandræðum með að verja hana aðgerðum TEN5ION. Í fimmtu lotu tókst Viðstöðu loks að sprengja sprengjuna, nappa vappanum og lifa allir fimm til að koma sér á blað. Tony sem kom nýr inn í liðið í leiknum var atkvæðamikill ásamt Mozar7 og Klassy en þegar Viðstöðu var við það að jafna tók TEN5ION aftur við sér og komst í 5–3. Það sem eftir var voru liðin nokkuð jöfn, Viðstöðu tókst að komast yfir en undir lok hálfleiksins náði TEN5ION góðri forystu. Staða í hálfleik: TEN5ION 9 – 6 Viðstöðu Klassy bjargaði skammbyssulotunni fyrir horn fyrir Viðstöðu með naskri fellu á Tight og bættu leikmenn Viðstöðu um betur og unnu næstu lotur án þess að missa varla mann. Staðan var þá jöfn en þreföld fella frá Capping kom TEN5ION yfir á ný. Mozar7 var þó lipur á vappanum fyrir Viðstöðu í síðari hálfleik og þegar við bætist að Blazter var kominn í gang átti liðið auðvelt með að ná forskotinu á ný. TEN5ION náði þó að brjóta efnahag þeirra á bak aftur og minnka muninn þegar langt var liðið á hálfleikinn. TEN5ION hélt ró sinni og beið eftir færum þegar lið Viðstöðu gerði mistök. Undir lokin hafði Viðstöðu þó betur þegar Tony felldi EinarVac og aftengdi sprengjuna í 30. lotu. Lokastaða: TEN5ION 14 – 16 Viðstöðu TEN5ION eru því enn stigalausir á botni deildarinnar en leikjunum hafa þeir almennt tapað heldur naumt. Lið Viðstöðu gegnur þó sátt frá borði með sinn annan sigur á tímabilinu en báðir komu einmitt í Ancient. Næstu leikir liðanna: TEN5ION – Þór, fimmtudaginn 27/10, klukkan 20:30. Fylkir – Viðstöðu, fimmtudaginn 27/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Tengdar fréttir Furious frábær í Vertigo Það var sannkölluð botnbarátta þegar TEN5ION mætti Breiðabliki í gærkvöldi. Breiðablik hafði einungis unnið einn leik í fjórum umferðum og TEN5ION engan. 12. október 2022 16:01 Minidegreez rauf 30-fellu múrinn gegn Viðstöðu í Ancient Lið Þórs og Viðstöðu mættust í lokaleik 5. umferðar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 14. október 2022 16:30
Leikurinn fór fram í Ancient sem bæði lið hafa spilað ágætlega á tímabilinu. TEN5ION hafði betur í hnífalotunni og fjórföld fella Tight í skammbyssulotunni lofaði góðu fyrir liðið. Leikur Viðstöðu var tæpur í upphafi leiks. Þeim tókst ítrekað að koma sprengjunni fyrir en áttu í vandræðum með að verja hana aðgerðum TEN5ION. Í fimmtu lotu tókst Viðstöðu loks að sprengja sprengjuna, nappa vappanum og lifa allir fimm til að koma sér á blað. Tony sem kom nýr inn í liðið í leiknum var atkvæðamikill ásamt Mozar7 og Klassy en þegar Viðstöðu var við það að jafna tók TEN5ION aftur við sér og komst í 5–3. Það sem eftir var voru liðin nokkuð jöfn, Viðstöðu tókst að komast yfir en undir lok hálfleiksins náði TEN5ION góðri forystu. Staða í hálfleik: TEN5ION 9 – 6 Viðstöðu Klassy bjargaði skammbyssulotunni fyrir horn fyrir Viðstöðu með naskri fellu á Tight og bættu leikmenn Viðstöðu um betur og unnu næstu lotur án þess að missa varla mann. Staðan var þá jöfn en þreföld fella frá Capping kom TEN5ION yfir á ný. Mozar7 var þó lipur á vappanum fyrir Viðstöðu í síðari hálfleik og þegar við bætist að Blazter var kominn í gang átti liðið auðvelt með að ná forskotinu á ný. TEN5ION náði þó að brjóta efnahag þeirra á bak aftur og minnka muninn þegar langt var liðið á hálfleikinn. TEN5ION hélt ró sinni og beið eftir færum þegar lið Viðstöðu gerði mistök. Undir lokin hafði Viðstöðu þó betur þegar Tony felldi EinarVac og aftengdi sprengjuna í 30. lotu. Lokastaða: TEN5ION 14 – 16 Viðstöðu TEN5ION eru því enn stigalausir á botni deildarinnar en leikjunum hafa þeir almennt tapað heldur naumt. Lið Viðstöðu gegnur þó sátt frá borði með sinn annan sigur á tímabilinu en báðir komu einmitt í Ancient. Næstu leikir liðanna: TEN5ION – Þór, fimmtudaginn 27/10, klukkan 20:30. Fylkir – Viðstöðu, fimmtudaginn 27/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Tengdar fréttir Furious frábær í Vertigo Það var sannkölluð botnbarátta þegar TEN5ION mætti Breiðabliki í gærkvöldi. Breiðablik hafði einungis unnið einn leik í fjórum umferðum og TEN5ION engan. 12. október 2022 16:01 Minidegreez rauf 30-fellu múrinn gegn Viðstöðu í Ancient Lið Þórs og Viðstöðu mættust í lokaleik 5. umferðar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 14. október 2022 16:30
Furious frábær í Vertigo Það var sannkölluð botnbarátta þegar TEN5ION mætti Breiðabliki í gærkvöldi. Breiðablik hafði einungis unnið einn leik í fjórum umferðum og TEN5ION engan. 12. október 2022 16:01
Minidegreez rauf 30-fellu múrinn gegn Viðstöðu í Ancient Lið Þórs og Viðstöðu mættust í lokaleik 5. umferðar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 14. október 2022 16:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti