Sigur SAGA aldrei í hættu með vel spilandi WZRD innanborðs Snorri Rafn Hallsson skrifar 15. október 2022 21:09 Leikurinn fór fram í Ancient og þrjár fellur frá Eika47 skiluðu Fylki sigri í hnífalotunni. Fylkir byrjaði því í vörn en beitt sókn SAGA endaði með sigri þeirra í skammbyssulotunni. SAGA átti greiða leið inn á sprengjusvæðin og náði snemma góðu forskoti. Stigalausir um miðbik hálfleiksins reyndu Fylkismenn að breyta til og leika með tvo vappa samtímis en það skilaði þeim engu. SAGA náði sprengjunni niður í hverri einustu lotu, nappaði fríum vopnum af vængbrotnum Fylkismönnum sem náðu sér ekki í stig fyrr en í tíundu lotu. Allir leikmenn SAGA hittu vel og léku vel af hvorum öðrum, Zerq sérstaklega í upphafi leiks en WZRD eftir því sem leið á. Hálfleiknum lauk með þrefaldri fellu frá ADHD og forskotið inn í síðari hálfleik ekki af verri endanum. Staða í hálfleik: SAGA 12 – 3 Fylkir Fylkir sótti hratt á B svæðið í skammbyssulotunni þar sem atkvæðamestu leikmenn liðsins, Snær og Brnr vörðu sprengjuna vel. Leikar höfðu snúist, SAGA komin í vandræði og bæði opnanir og lotur farnar að falla með Fylki. Eftir 6 lotu runu þar sem SAGA hafði reynt að fara bæði hratt og hægt án árangurs náðu þeir loks í sín fyrstu stig í síðari hálfleik og hlutirnir farnir að ganga upp. Aftur lokaði ADHD síðustu lotunni og sigurinn fór til SAGA. Lokastaða: SAGA 16 – 8 Fylkir Næstu leikir liðanna: Breiðablik – SAGA, þriðjudaginn 25/10, klukkan 20:30. Fylkir – Viðstöðu, fimmtudaginn 27/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Tengdar fréttir Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46 StebbiC0C0 með 50 fellur í fjórfaldri framlengingu gegn Fylki Það var hið ósigraða lið Dusty sem tók á móti fyrrum liðsfélaga sínum, LeFluff í Fylki. 14. október 2022 15:01 TripleG trylltur í háloftunum LAVA og SAGA voru jöfn við miðju deildarinnar fyrir leikinn í gærkvöldi en sigurliðið gat skotið sér upp í 2.-4. sæti. 12. október 2022 14:00
Leikurinn fór fram í Ancient og þrjár fellur frá Eika47 skiluðu Fylki sigri í hnífalotunni. Fylkir byrjaði því í vörn en beitt sókn SAGA endaði með sigri þeirra í skammbyssulotunni. SAGA átti greiða leið inn á sprengjusvæðin og náði snemma góðu forskoti. Stigalausir um miðbik hálfleiksins reyndu Fylkismenn að breyta til og leika með tvo vappa samtímis en það skilaði þeim engu. SAGA náði sprengjunni niður í hverri einustu lotu, nappaði fríum vopnum af vængbrotnum Fylkismönnum sem náðu sér ekki í stig fyrr en í tíundu lotu. Allir leikmenn SAGA hittu vel og léku vel af hvorum öðrum, Zerq sérstaklega í upphafi leiks en WZRD eftir því sem leið á. Hálfleiknum lauk með þrefaldri fellu frá ADHD og forskotið inn í síðari hálfleik ekki af verri endanum. Staða í hálfleik: SAGA 12 – 3 Fylkir Fylkir sótti hratt á B svæðið í skammbyssulotunni þar sem atkvæðamestu leikmenn liðsins, Snær og Brnr vörðu sprengjuna vel. Leikar höfðu snúist, SAGA komin í vandræði og bæði opnanir og lotur farnar að falla með Fylki. Eftir 6 lotu runu þar sem SAGA hafði reynt að fara bæði hratt og hægt án árangurs náðu þeir loks í sín fyrstu stig í síðari hálfleik og hlutirnir farnir að ganga upp. Aftur lokaði ADHD síðustu lotunni og sigurinn fór til SAGA. Lokastaða: SAGA 16 – 8 Fylkir Næstu leikir liðanna: Breiðablik – SAGA, þriðjudaginn 25/10, klukkan 20:30. Fylkir – Viðstöðu, fimmtudaginn 27/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Tengdar fréttir Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46 StebbiC0C0 með 50 fellur í fjórfaldri framlengingu gegn Fylki Það var hið ósigraða lið Dusty sem tók á móti fyrrum liðsfélaga sínum, LeFluff í Fylki. 14. október 2022 15:01 TripleG trylltur í háloftunum LAVA og SAGA voru jöfn við miðju deildarinnar fyrir leikinn í gærkvöldi en sigurliðið gat skotið sér upp í 2.-4. sæti. 12. október 2022 14:00
Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46
StebbiC0C0 með 50 fellur í fjórfaldri framlengingu gegn Fylki Það var hið ósigraða lið Dusty sem tók á móti fyrrum liðsfélaga sínum, LeFluff í Fylki. 14. október 2022 15:01
TripleG trylltur í háloftunum LAVA og SAGA voru jöfn við miðju deildarinnar fyrir leikinn í gærkvöldi en sigurliðið gat skotið sér upp í 2.-4. sæti. 12. október 2022 14:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti