Bíó og sjónvarp

Leyni­lögga til­nefnd til Evrópsku kvik­mynda­verð­launanna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aðstandendur Leynilöggu á frumsýningu myndarinnar í Egilshöll í fyrra.
Aðstandendur Leynilöggu á frumsýningu myndarinnar í Egilshöll í fyrra. Hörður Ragnarsson

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. Tilnefningar í flokknum evrópsk gamanmynd voru ákvörðuð af nefnd sem samanstóð af stjórnarmönnum evrópsku kvikmyndaakademíunnar og fagfólki innan evrópskar kvikmyndagerðar.

Fyrsta íslenska myndin í gamanmyndaflokknum

Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki.

Það eru þrjár kvikmyndir tilnefndar í gamanmynda flokknum:

  • COP SECRET (LEYNILÖGGA) leikstjóri Hannes Þór Halldórsson (Ísland) 
  • THE GOOD BOSS (EL BUEN PATRÓN) leikstjóri Fernando León de Aranoa (Spánn) 
  • THE DIVIDE (LA FRACTURE) leikstjóri Catherine Corsini (Frakkland)

Leikstjóri Leynilöggu er Hannes Þór Halldórsson. Handritið eiga Nína Petersen, Hannes Þór Halldórsson, Sverrir Þór Sverrisson, Auðunn Blöndal, Egill Einarsson. Framleiðendur eru þau Lilja Ósk Snorradóttir og Elli Cassata fyrir Pegasus.

Klippa: Leynilögga - sýnishorn

Berdreymi og Volaða land í forvali

Í ágúst var tilkynnt um þær þrjátíu og fimm myndir sem eru í forvali kvikmyndaflokki hátíðarinnar og eru tvær íslenskar kvikmyndar þar á meðal. Annarsvegar Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og hinsvegar Volaða land eftir Hlyn Pálmason.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin á Íslandi í ár - 10.desember í Hörpu. Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. 

Klippa: Berdreymi - sýnishorn 2
Klippa: Volaða land - sýnishorn

Tengdar fréttir

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár

Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi.

Leynilögga loksins frumsýnd á Íslandi

Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær.

Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi

Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×