Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. október 2022 10:17 Aðstandendur Leynilöggu á frumsýningu myndarinnar í Egilshöll í fyrra. Hörður Ragnarsson Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. Tilnefningar í flokknum evrópsk gamanmynd voru ákvörðuð af nefnd sem samanstóð af stjórnarmönnum evrópsku kvikmyndaakademíunnar og fagfólki innan evrópskar kvikmyndagerðar. Fyrsta íslenska myndin í gamanmyndaflokknum Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki. Það eru þrjár kvikmyndir tilnefndar í gamanmynda flokknum: COP SECRET (LEYNILÖGGA) leikstjóri Hannes Þór Halldórsson (Ísland) THE GOOD BOSS (EL BUEN PATRÓN) leikstjóri Fernando León de Aranoa (Spánn) THE DIVIDE (LA FRACTURE) leikstjóri Catherine Corsini (Frakkland) Leikstjóri Leynilöggu er Hannes Þór Halldórsson. Handritið eiga Nína Petersen, Hannes Þór Halldórsson, Sverrir Þór Sverrisson, Auðunn Blöndal, Egill Einarsson. Framleiðendur eru þau Lilja Ósk Snorradóttir og Elli Cassata fyrir Pegasus. Klippa: Leynilögga - sýnishorn Berdreymi og Volaða land í forvali Í ágúst var tilkynnt um þær þrjátíu og fimm myndir sem eru í forvali kvikmyndaflokki hátíðarinnar og eru tvær íslenskar kvikmyndar þar á meðal. Annarsvegar Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og hinsvegar Volaða land eftir Hlyn Pálmason. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin á Íslandi í ár - 10.desember í Hörpu. Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. Klippa: Berdreymi - sýnishorn 2 Klippa: Volaða land - sýnishorn Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31 Leynilögga loksins frumsýnd á Íslandi Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær. 20. október 2021 16:45 Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga. 18. mars 2011 21:38 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. Tilnefningar í flokknum evrópsk gamanmynd voru ákvörðuð af nefnd sem samanstóð af stjórnarmönnum evrópsku kvikmyndaakademíunnar og fagfólki innan evrópskar kvikmyndagerðar. Fyrsta íslenska myndin í gamanmyndaflokknum Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki. Það eru þrjár kvikmyndir tilnefndar í gamanmynda flokknum: COP SECRET (LEYNILÖGGA) leikstjóri Hannes Þór Halldórsson (Ísland) THE GOOD BOSS (EL BUEN PATRÓN) leikstjóri Fernando León de Aranoa (Spánn) THE DIVIDE (LA FRACTURE) leikstjóri Catherine Corsini (Frakkland) Leikstjóri Leynilöggu er Hannes Þór Halldórsson. Handritið eiga Nína Petersen, Hannes Þór Halldórsson, Sverrir Þór Sverrisson, Auðunn Blöndal, Egill Einarsson. Framleiðendur eru þau Lilja Ósk Snorradóttir og Elli Cassata fyrir Pegasus. Klippa: Leynilögga - sýnishorn Berdreymi og Volaða land í forvali Í ágúst var tilkynnt um þær þrjátíu og fimm myndir sem eru í forvali kvikmyndaflokki hátíðarinnar og eru tvær íslenskar kvikmyndar þar á meðal. Annarsvegar Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og hinsvegar Volaða land eftir Hlyn Pálmason. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin á Íslandi í ár - 10.desember í Hörpu. Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. Klippa: Berdreymi - sýnishorn 2 Klippa: Volaða land - sýnishorn
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31 Leynilögga loksins frumsýnd á Íslandi Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær. 20. október 2021 16:45 Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga. 18. mars 2011 21:38 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31
Leynilögga loksins frumsýnd á Íslandi Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær. 20. október 2021 16:45
Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga. 18. mars 2011 21:38