Enski boltinn

Vilja færa Samfélagsskjöldinn erlendis og breyta í stjörnuleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool vann Samfélagsskjöldinn fyrir þetta tímabil.
Liverpool vann Samfélagsskjöldinn fyrir þetta tímabil. getty/Chris Brunskill

Samfélagsskjöldurinn, sem markar upphaf tímabilsins í enska boltanum, gæti heyrt sögunni til í sinni hefðbundnu mynd ef hugmyndir nokkurra af félögunum í ensku úrvalsdeildinni ná fram að ganga.

Samkvæmt The Times vilja forráðamenn nokkurra félaga í ensku úrvalsdeildinni gera breytingar á Samfélagsskildinum. 

Rætt hefur verið um að spila hann sömu helgi og leikina í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar eða um mitt tímabil. Þá hefur komið til tals að leikurinn fari fram erlendis og verði þá eins konar stjörnuleikur. Þá myndi stjörnulið ensku úrvalsdeildarinnar mæta stjörnuliði annarra deilda í Evrópu.

Í síðasta mánuði viðraði Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, hugmyndir sínar um að spila stjörnuleik milli liða í norður- og suðurhluta Englands. Þær mæltust misvel fyrir.

Stærstu félögin í ensku úrvalsdeildinni telja að Samfélagsskjöldurinn raski undirbúningi þeirra fyrir timabilið og komi í veg fyrir að þau geti þénað meira á keppnisferðum erlendis.

Í gær bárust svo fréttir af því að liðin í ensku úrvalsdeildinni gætu mæst í eins konar undirbúningsmóti í Bandaríkjunum næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×